fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Eyjan
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segir að minnihlutinn á Alþingi hafi fengið ótal tækifæri til samninga. Hann hafi þó engan áhuga á samningum heldur vill bara ráða. Kornið sem hafi fyllt mælinn hafi verið þegar Hildur Sverrisdóttir, 5. varaforseti Alþingis, sleit þingfundi án heimilar í gærkvöldi.

Ásthildur skrifar um málið á Facebook þar sem hún segir stein ekki standa yfir steini í „eftiráskýringum“ Hildar vegna málsins. Hildur birti færslu á Facebook í dag þar sem hún sagðist hafa verið í góðri trú og ekki hafa ætlað sér að valda því uppnámi sem hún olli.

Ásthildur kallar þetta slappa eftiráskýringu.

„Þar sem ég var 3. varaforseti Alþingis allt síðasta kjörtímabil veit ég hvernig þessi mál ganga fyrir sig og því miður, stendur ekki steinn yfir steini í eftiráskýrignum þingflokksformannsins Hildar Sverrisdóttur.“

Hildur hafi vísað til þess að langir þingfundir standi almennt il miðnættis. Það eigi þó ekki við núna þegar starfsáætlun Alþingis hefur verið tekin úr sambandi. Þá gilda ekki venjulegar reglur og undanfarnar vikur hafi margir þingfundir farið fram yfir miðnætti. Hildur hafi því ekki haft nokkurt tilefni til að ætla að fundinum í gær ætti að ljúka á miðnætti.

„Eftir stendur: Forseti Alþingis stýrir dagskrá þingsins. Varaforseti slítur ALDREI fundi án beinna fyrirmæla frá Forseta.“

Hildur hafi eins bent á að forsætisnefnd hafi ekki verið kölluð saman til fundar og ekkert samráð haft við varaforseta um lengd þingfunda. Ásthildur bendir á að varaforseti geti ekki ákveðið að slíta fundi nema hafa fengið bein fyrirmælu um það frá forseta Alþingis. Forseta beri auk þess engin skylda til að hafa samráð við varaforseta um lengd funda eða upplýsa um hversu langir þingfundir eigi að vara. Það sé forseti sem stýrir dagskrá þingsins og í gærkvöldi var sá varaforseti sem átti að taka við af Hildi mættur í þingsalinn þegar Hildur sleit fundi.

Ásthildur rekur að bæði Hildur og Miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason hafi þvertekið fyrir að hafa rætt saman um fundarslitin áður en fundi var slitið. Bergþór kom þrisvar upp að Hildi á meðan seinasta ræða kvöldsins var flutt. Í fyrsta skiptið afhenti hann Hildi blað en í hin skiptin hvísluðust þau á. Ásthildur segir engan geta fullyrt hvað þeim fór á milli en hún veit þó að sitjandi varaforseta eru ekki afhend þingskjöl í stólinn.

„Þau eru einfaldlega lögð inn hjá þingfundaskrifstofunni. Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna. Það væri reyndar einstaklega ósmekklegt af Bergþóri að henda Hildi undir vagninn með þessum hætti, þannig ég leyfi þeim að njóta vafans.“

Ásthildur segir þetta „frumhlaup“ Hildar, sem er reyndur þingmaður og þingflokksmaður Sjálfstæðisflokks, vera alvarlegt og að það sé engin leið að afsaka það með reynslu- eða þekkingarleysi.

„Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefði brugðist við ef varaforsetar síðasta kjörtímabils hefðu vogað sér að vanvirða Forseta Alþingis, þingræðið og lýðræðið með þessum hætti. Í því ljósi er áhugavert, eða, reyndar sorglegt, að hlusta á málflutning formanns Sjálfstæðisflokksins vegna þessa frumhlaup þingflokksformanns hennar.“

Ásthildur segist stolt af valkyrjunum sem hafi í morgun stigið fram gegn oríki með skörunglegum hætti. Þær ásamt ríkisstjórninni og meirihlutanum á Alþingi muni standa vörð um lýðræðið.

Hildur Sverrisdóttir flutti ræðu á Alþingi rétt fyrir klukkan 17 þar sem hún gerði alvarlegar athugsemdir við hvernig ráðherrar töluðu um hana í dag.

„Orðin sem voru látin hér falla eru alvarleg, þau eru ógeðfelld, þau eru þinginu ekki til sóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu