Þessi einfalda og ljúffenga uppskrift að grillosti með pestó og klettasalati kemur úr smiðju matgæðingsins Berglindar Hreiðarsdóttur hjá gotteri.is.
2 x Grillostur frá MS gott í matinn
Klettasalatspoki
Grænt, ferskt pestó
Furuhnetur (ein lúka)
Salt og pipar eftir smekk
Skerið ostinn niður í lengjur og grillið við háan hita í nokkrar mínútur. Snúið ostinum reglulega á grillinu þar til grillrákir byrja að myndast og osturinn að linast upp.
Setjið síðan vel af pestó yfir ostinn ásamt furuhnetum og saltið og piprið eftir smekk.