fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Veiðigjöldin: SFS neitar að birta upplýsingar – heimtar gegnsæi hjá öðrum

Ólafur Arnarson
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan hefur ítrekað beðið um afrit af fundargerðum stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en engin svör fengið frá samtökunum, hvorki jákvæð né neikvæð.

Þann 19. júní sl. sendi Eyjan tölvupóst á Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS. með beiðni um af fá afrit af öllum fundargerðum stjórnar samtakanna frá 1. júlí 2024 fram til þess dags að telja.

Ekkert svar barst og þann 23. júní var beiðnin ítrekuð og óskað eftir staðfestingu á móttöku tölvupósts.

Enn hefur ekkert svar borist.

Tildrög þess að Eyjan óskaði eftir afritum af fundargerðum stjórnar SFS voru þau að undanfarið hefur verið linnulaus umræða á Alþingi um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem Íslandsmetið í málþófi var slegið í gær. SFS hefur beitt sér mjög gegn þessu stjórnarfrumvarpi með m.a. mjög umdeildum auglýsingum í sjónvarpi, sem að mati þeirra sem til þekkja hafa kostað samtökin marga tugi milljóna hið minnsta en fallið í grýttan jarðveg því að stuðningur þjóðarinnar við frumvarp ríkisstjórnarinnar hefur aukist frá því farið var að keyra auglýsingarnar og stunda málþóf á þingi.

Þá hefur SFS unnið mjög náið með stjórnarandstöðunni og sér í lagi Sjálfstæðisflokknum við að skipuleggja baráttuna gegn veiðigjaldafrumvarpinu. Mun Birta Karen Tryggvadóttir, hagfræðingur samtakanna, m.a. hafa verið þingmönnum flokksins til halds og trausts í húsakynnum Alþingis undir 1. umræðu málsins að skipuleggja ræður og andsvör.

Sjá einnig:

Orðið á götunni:
Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Á vegum SFS hefur verið dreift hvers kyns tölulegum upplýsingum um afkomu sjávarútvegsins, arðgreiðslur og áhrif leiðréttingar á veiðigjöldum sem standast ekki skoðun og hafa verið hraktar að segja má lið fyrir lið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sérstaklega Sjálfstæðisflokksins, hafa ítrekað farið með þessar falstölur í málþófsræðum sínum þrátt fyrir að löngu sé búið að hrekja þær.

Guðmundur Kristjánsson í Brim var kjörinn formaður SFS í maí en sagði af sér örfáum vikum síðar vegna þess að hann fékk ekki stuðning hjá framkvæmdastjóra samtakanna eða öðrum stjórnarmönnum við þá stefnu sína að semja við stjórnvöld um hækkun veiðigjalda til að skapa frið um greinina. Þetta sýnir að augljóslega er klofningur innan raða stórútgerðarinnar.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn SFS hafa allt frá því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu veiðigjalda klifað á því að allt þurfi að vera uppi á borðum, fullkomið gegnsæi verði að ríkja um öll samskipti innan kerfisins vegna málsins.

Í því ljósi óskaði Eyjan eftir afritum af fundargerðum SFS eitt ár aftur í tímann. Ef allar upplýsingar um allt varðandi veiðigjöldin eiga að vera uppi á borði er eðlilegt að SFS geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi um það hvernig ákvarðanir um tugmilljóna hræðsluauglýsingaherferð eru teknar, hverjir eru kallaðir til ráðgjafar og hvernig samskiptum samtakanna við stjórnarandstöðuna er háttað, hvaða ákvarðanir stjórnin hefur tekið og hvernig einstakir stjórnarmenn greiða atkvæði í einstökum málum sem varða hagsmuni allrar þjóðarinnar.

Svarið er þögn. Aðrir skulu setja allt sitt upp á borð en SFS sveipar sig leyndarhjúpi. Af þessu virðist nokkuð ljóst að þegar nafni hins illþokkaða LÍÚ var breytt í SFS breyttist fátt nema nafnið. Leyndarhyggjan og vinnubrögðin eru þau sömu og fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok