fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir gegn erlendum ræðismanni sem var við störf í Hafnarfirði. Árásin átti sér stað þann 22. október árið 2022 en dómur féll ekki í málinu fyrr en nú 11. júní á þessu ári. Maðurinn, Dragos-Emanuel Grigorescu, veittist að ræðismanninum í húsnæði í Hafnarfirði, sem ræðismaðurinn hafði fengið til afnota starfa sinna vegna. Ekki er tekið fram í málinu hvaða erlenda ríki um ræðir, en vísbendingar í dómi benda til þess að um Rúmeníu sé að ræða. Nafnið Dragos er algengt í Rúmeníu, borgin Búkarest er nefnd á nafn í dómi og fram kemur að viðkomandi ríki sé ekki með sendiráð á Íslandi, sem sömuleiðis passar við Rúmeníu.

Þennan dag var ræðismaður staddur hér á landi til að aðstoða samlanda sína við að endurnýja vegabréf. Dragos-Emanuel mætti á svæðið og óskaði eftir samtali við ræðismann en hafði þó ekki bókaðan tíma. Honum var boðið að bíða þar til í lok dags og þáði það boð. Hann beið órólegur til klukkan 16 þegar honum var loks boðið að setjast með ræðimanni.

Þeir ræddu saman í svona 3-4 mínútur og þá varð Dragos órólegur, stóð upp og reyndi að kýla ræðismann í andlitið. Ræðismaður varði sig með höndum og missti við það jafnvægið, féll aftur fyrir sig og meiddist við það á baki. Kona sem var á svæðinu reyndi að ganga á milli en þá veittist Dragos einnig að henni.

Dragos lét öllum illum látum, henti sprittbrúsa í viðstadda, æpti á þau og hótaði. Meðal annars sagði hann: „Ég ætla að drepa ykkur öll“, „Farðu til helvítis“, „Suck my dick, you fucking….“ og svo blótaði hann mikið, ófögrum orðum um konur og hrækti á viðstadda.

Ræðismaðurinn sagðist hafa orðið mjög smeykur og tóku vitni, aðrir starfsmenn sama sendiráðs, fram að afleiðingar hafi líka verið þær að enginn þorði að koma til Íslands og sinna því verkefni sem ræðismaður var að sinna þegar árásin átti sér stað.

Dómari í málinu rakti að það er sérstaklega gert refsivert að íslenskum hengingarlögum að smána erlendar þjóðir og ráðamenn þeirra. Sömuleiðis að smána opinberlega starfsmenn erlends ríkis sem staddir eru hér á landi, og að ógna eða beita valdi gagnvart sendierindrekum erlendra ríkja.

Dragos var líka ákærður fyrir aðra líkamsárás sem átti sér stað utandyra í Reykjavík í ágúst árið 2023 og var meðferð málanna tveggja sameinuð. Þar játaði Dragos skýlaust. Hvað árásina gegn ræðismanninum varðar játaði hann að hafa hrint honum en sagðist ekki hafa ætlað að meiða. Dómari taldi þó sannað að Dragos hafi haft beinan ásetning til verksins og eins hafi hann vel vitað að hann væri að ráðast á ræðismann. Dómari tók þó tillit til þess að Dragos hafi ekki áður gerst sekur um refsivert brot og að málið hefði tekið óþarflega langan tíma í kerfinu þar sem ákæra var ekki gefin út fyrr í mars á þessu ári. Þar með þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna sem var hæfilega metin fangelsi í 60 daga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi
Fréttir
Í gær

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“