fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Farþegaþotu snúið við skammt frá Íslandi – Farþegar pirraðir á óþarfa sjö tíma flugi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 14:30

Um var að ræða venjulegt farþegaflug en leyfin voru samt ekki til staðar. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegaflugvél Air France var snúið frá Bandaríkjunum eftir að hafa flogið yfir Ísland. Í þessu undarlega máli hafði vélin ekki lendingarleyfi.

Atvikið átti sér stað laugardaginn 28. júní þegar Airbus vél franska flugfélagsins Air France var snúið við á leið sinni frá París til Chicago. Var því um sjö tíma tilgangslaust flug að ræða.

Eins og segir í frétt Simple Flying um málið þá var um að ræða ósköp venjulegt farþegaflug sem er farið á hverjum einasta degi. Engu að síður hafði vélin ekki fengið lendingarleyfi á O´Hare flugvelli í Chicago.

Þegar vélin hafði verið meira en þrjá tíma í loftinu, skömmu eftir að vélin var komin fram hjá Íslandi, var henni snúið við, aftur til Charles De Gaulle flugvallar í París. Hafði farþegi um borð samband við fréttastofur út af þessu.

Voru farþegar skiljanlega mjög pirraðir á þessu. En Air France bókaði þá á annað flug sunnudaginn 29. júní, utan venjulegrar flugdagskrár.

Ekki liggur fyrir hvers vegna þetta gerðist. Air France hefur notað bæði Airbus og Boening vélar í umræddu flugi og því ekki hægt að skýra málið með því að flugfélagið hafi skipt um vél. Í frétt Simple Flying er sagt að hugsanlega hafi einhver einfaldlega gleymt að fylla út pappíra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Í gær

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“