fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 20:30

Málþófsmetið var slegið í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Laust eftir klukkan 17 í dag setti stjórnarandstaðan á Alþingi nýtt Íslandsmet í málþófi. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks hafa talað í meira en 147 klukkustundir um veiðigjaldafrumvarpið.

Hefur þetta Íslandsmet vakið mikla umræðu á samfélagsmiðlum og eru flestir sem tjá sig á einu máli um að þetta sé sorglegt met.

 

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, rifjar upp óþol Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir málþófi Pírata.

„Fátt hefur farið meira í taugarnar á borgaralega þenkjandi þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á undanförnum árum en Píratar í stjórnarandstöðu. Þeir þóttu tala fullmikið á Alþingi. Væru jafnvel stundum í málþófi. Borgaralegu þingmenn D og B gerðu jafnvel grín að þessu og töluðu háðslega um málæði og talþrýsting. Sú gagnrýni eldist ekki vel. Nýtt og gallsúrt Íslandsmet komið í hús,“ segir Sigmar.

Undir þetta tekur lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir.

„Já að ógleymdu því að þau þóttu óábyrg og óstjórntæk, manstu,“ segir hún.

&

Annar þingmaður Viðreisnar, Guðbrandur Einarsson, bendir á skrýtna forgangsröðun stjórnarandstöðunnar.

„Stjórnarandstaðan á Alþingi hlýtur að gleðjast yfir þessum árangri.  Breyting á reiknistofni veiðigjalda var það mál sem þau töldu þess virði að falla á sverðið fyrir. Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur hins vegar staðið í þeim,“ segir hann.

Viktor Orri Valgarðsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata, leggur orð í belg. Segir hann málþófið sem nú sé í gangi skammarlega sérhagsmunagæslu.

„Ég fagna því að málþófið um veiðigjöld hafi slegið metið rétt í þessu sem lengsta málþóf sögunnar. Þar með munu þessi skammarverðlaun sérhagsmunagæslunnar kyrfilega skjalfest í sögubækurnar,“ segir Viktor Orri og vill að 71. grein þingskaparlaga verði beitt til að binda enda á málþófið. „Þá er líka (kannski löngu) orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik og noti 71. grein þingskaparlaga til að greiða atkvæði um frumvarpið. Fyrir utan málið sjálft væri það eitt það besta sem þau gætu gert fyrir íslenska stjórnmálamenningu, að skapa hefð fyrir því að minnihluti þings geti ekki endalaust haldið meirihlutanum og þingstörfunum í gíslingu með röfli um ekki neitt.* Óháð því hvaða flokkar eiga þar í hlut,“ segir hann.

Atli Þór Fanndal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, vill sjá málþófið halda áfram í allt sumar.

„Ólíkt mörgum þá finnst mér frábært að íhaldið komi fram við löggjafann líkt og þeir eigi þetta bara. Ég vona að þau haldi áfram í allt sumar svo kjósendur sjái aftur og aftur og aftur að þetta fólk strendur ekki fyrir neitt nema bómull fyrir eigendur sína og strit fyrir okkur hin. Svona hafa sjálfstæðismenn alltaf hagað sér en nú er valdamesta embætti sem flokkunum hefur verið treyst fyrir bæjarstjóri Kópavogs. Það má endilega láta þau afhjúpa sig til Águstloka. Þau geta þá gefist upp eða 71. grein má nota nokkrum dögum fyrir næsta þing og samþykkja bara það sem kallað hefur verið eftir árum saman. Fínt að fólk fái að sjá að þessir flokkar standa ekki fyrir neitt nema gremju og milljarðamæringadekur,“ segir hann.

Flokkur fólksins segir að dagurinn í dag sé sorgardagur fyrir lýðræðið í landinu.

„Í dag er sorgardagur fyrir lýðræðið. Yfirstandandi málþóf gagnvart veiðigjaldsfrumvarpinu er orðið það lengsta í sögu Alþingis. Umræðan hefur nú tekið yfir 147 klukkustundir, með 3133 ræðum og andsvörum um þetta frumvarp. Kostnaðurinn við að reka Alþingi á meðan málþófið hefur staðið yfir er u.þ.b. 345 milljónir króna. Þetta er ekki lýðræðisleg umræða,“ segir á Facebook síðu flokksins.

Þá spyr Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður flokksins, hvort um sé að ræða leikfléttu og birtir stórskemmtilega mynd.

„Íslandsmet var rétt í þessu slegið á Alþingi.  Hvað finnst ykkur – nauðsynleg umræða eða bara pólitísk leikflétta?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Í gær

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“