fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi er enn að störfum og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um þinglok og hvenær þingmenn komast í sumarfrí. Til samanburðar má horfa á að árið 2024 var síðasti þingfundur 13. júní og þing sett að nýju 10. september.

Umræður um veiðigjöldin hafa tekið lengstan tíma á yfirstandandi þingi, umræða sem stjórnin kallar málþóf stjórnarandstöðunnar, meðan stjórnarandstaðan segir umræðuna nauðsynlegt aðhald.

Í loftið er komin ný vefsíða, Málþóf, eða malthof.is. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á vefsíðunni í morgun, og svarar því til að Ungliðar Viðreisnar standi að baki síðunni.

Málþóf er þegar þingmenn tefja framgang máls með því að tala lengi og oft í pontu, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að frumvarp verði afgreitt. Nú stendur yfir málþóf á Alþingi vegna frumvarps um leiðréttingu veiðigjalda, þar sem minnihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn) hefur haldið uppi langri og stöðugri umræðu til að hindra samþykkt þess, segir á vefsíðunni til skýringar á orðinu Málþóf.

Í íslenskri nútímamálsorðabók segir um orðið Málþóf:
langvinnt þjark um ákveðið málefni sem engin niðurstaða fæst í.

Dæmi: málið tafðist vegna málþófs stjórnarandstöðunnar

Á vefsíðunni er síðan núverandi staða greind: fjöldi ræða um veiðigjaldafrumvarpið, klukkutímum sem farið hafa í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi á meðan.

Einnig eru lengstu málþóf Íslandssögunnar rakin, en umræðan um veiðigjaldafrumvarpið er önnur lengsta. Og ræðukóngar þegar kemur að veiðigjaldaumræðunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?