fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

19 ára ferðamaður fannst látinn í Öræfum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 6. júlí 2025 13:24

Ferðamaðurinn er talinn hafa látist af slysförum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður sem leitað var að í Öræfum á föstudag fannst látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi.

„Lögreglu á Suðurlandi barst aðstoðarbeiðni um kl. 22 sl. föstudagskvöld frá erlendum ferðamönnum sem dvöldu í Öræfum. Ferðamennirnir óskuðu aðstoðar við leit að 19 ára samferðamanni sem hafði farið í göngu við Svínafell og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka miðað við áætlun,“ segir í tilkynningu.

Björgunarsveit var kölluð út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Eftir skamma leit í krefjandi landslagi fannst ferðamaðurinn látinn. Var hann fluttur af björgunarsveitarfólki og áhöfn þyrlunnar af vettvangi.

„Lögreglan á Suðurlandi hefur atvikið til rannsóknar. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að maðurinn hafi látist af slysförum,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum