Reynir Grétarsson, eigandi InfoCapital, hefur sett einbýlishús í Fossvogi í sölu í þriðja sinn.
Húsið er byggt árið 1968 og er 503,7 fm. Hæðin er 239,2 fm, bílskúr 25,3 fm og óskráður kjallari 239,2 fm.
Húsið skiptist í forstofu, baðherbergi, herbergi inn af forstofu, miðrými hússins/borðstofu þaðan er gengið inn á herbergisgang þar sem eru þrjú herbergi, baðherbergi og þvottahús. Frá miðrýminu er einnig gengið í eldhús, stofu og frá miðrýminu er gengt út um stóra rennihurð út á pall í glæsilegan garð. Frá stofunni er gengið tvö þrep upp til rúmgóðrar sjónvarpsstofu.
Herbergin voru fimm á ganginum en fjórum herbergjum var breytt í tvö mjög rúmgóð herbergi; einfalt er að breyta þeim til baka.
Risið var innréttað árið 2021 og skiptist í svefnherbergi/skrifstofu með útgengi út á suðursvalir/þaksvalir, inn af herberginu er baðherbergi með baðkari.
Kjallarinn var endurnýjaður árið 2023 og er samkvæmt hobbýrými. Búið er að útbúa stúdíó-íbúð með baðherbergi og eldhúsi. Í miðrými er líkamsræktaraðstaða, inn af því er eldhús/bar með innbyggðum ísskáp. Við hlið þess er Pool/billiard-herbergi og það er útgengt um kjallaratröppur. Í kjallara er einnig fullkominn bíósalur með sex rafknúnum lazyboy/biostolum, góðu hljóðkerfi og sjónvarpi. Þar er líka snyrting, geymsla og tæknirými.
Búið er að skipta bílskúrnum upp og hægt að nýta aftari hlutann sem skrifstofu/geymslu eða þvottahús.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.