fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson telur að Sjálfstæðisflokkurinn muni gjalda þess dýrkeyptu verði í komandi sveitastjórnarkosningum að gera atlögu að Íslandsmeti í málþófi á yfirstandi þingi. Þetta kemur fram í færslu Össurar á Facebook þar sem óhætt er að segja að ráðherrann fyrrverandi fari mikinn.

Fullyrðir Össur meðal annars að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, viti vart sitt rjúkandi ráð og virðist engu ráða innan flokksins. Hún geti ekki sett Hildi Sverrisdóttur af sem þingflokksformann þó að hún styðji ekki Guðrúnu í embætti.

„Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ skrifar Össur.

Telur hann að þessi vörn fyrir sérhagsmunum sægreifa verði flokknum dýrkeypt í næstu kosningum.

„Hún hefur ekki aðeins kostað hann tiltrú og fylgi, heldur líka einangrað Sjálfstæðisflokkinn frá þjóðinni. Samhliða hefur varðgæslan fyrir sægreifana einangrað formanninn frá þingflokknum. Það þarf ekki mikla pólitíska næmni til að skynja að hún hefur enga trú á þeirri stjórnlist sem þröngvað er upp á hana og flokkinn af þeim Hildi Sverrisdóttur, Jóni Gunnarssyni og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra sægreifasamtakanna.

Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt.
Það sjáum við nú í hverri könnun á fætur annarri. Þetta getur orðið Sjálfstæðisflokknum mjög dýrkeypt í sveitarstjórnarkosningum, einkum á höfuðborgarsvæðinu,“ skrifar Össur.

Hér má lesa pistil Össurar í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“