Fyrstu sex mánuði ársins hefur 14.924 tonnum verið landað í Grindavíkurhöfn. Alls voru 54 bátar og skip sem lönduðu í 612 löndunum í Grindavíkurhöfn á tímabilinu.
Um er að ræða tæplega þrefalt meiri afla en á sama tíma árið 2024. Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að sé aflinn borinn saman við fyrri ár kemur í ljós að hann er 67% af afla fyrri hluta árs 2022 og 70% af afla fyrri hluta árs 2023.
Er þetta jákvætt skref í uppbyggingu bæjarins eftir jarðhræringar síðustu ár og rýmingu bæjarins í nóvember 2023.
Sjávarútvegsfyrirtækið Ganti, sem varð til síðasta vetur við skiptingu Þorbjarnar í þrjú félög, áformar að hefja saltfiskvinnslu í Grindavík á næstunni.