fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Línulega sjónvarpsstöðin SÝN (áður Stöð 2) verður í opinni dagskrá frá og með 1. ágúst nk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. SÝN segist með þessu móti skrifa nýjan kafla í íslenskri sjónvarpssögu og næsta skref í vegferð sem hófst með samruna Vodafone og Stöðvar 2 undir merkjum Sýnar.

Eins verður pakkaframboð Sýnar einfaldað til að greiða aðgang fyrir áskrifendur. Þær áherslubreytingar verða gerðar samhliða að allt efni birtist fyrst á Streymisveitunni SÝN+ sem er ein stærsta streymisveita landsins. Áskrifendur munu njóta aukins sveigjanleika og fá aðgang að sjónvarpsefni áður en það birtist í línulegri dagskrá. Áskrifendur munu svo geta hámhorft hvar og hvenær sem er án þess að fá auglýsingar inni í þáttum. Valið sónvarpsefni verður svo eingöngu aðgengilegt í gegnum SÝN+.

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í tilkynningu að Sýn gegni lykilhlutverki í íslensku samfélagi sem vettvangur frétta, íþrótta og menningarlegrar upplifunar.

„Á síðasta ári ákváðum við að bjóða sjónvarpsfréttir Sýnar án endurgjalds til landsmanna. Nú göngum við skrefinu lengra og gerum alla dagskrá línulegu sjónvarpsstöðvarinnar SÝN aðgengilega án endurgjalds, í fyrsta skipti í sögu stöðvarinnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
Fréttir
Í gær

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið
Fréttir
Í gær

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri