fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 30. júní 2025 12:00

Glatkistan er mikil fjársjóðskista um íslenska tónlist. Skjáskot/Glatkistan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefurinn Glatkistan, sem hýsir greinar um íslenska tónlist, mun brátt loka. Ekki tókst að fá auglýsendur eða hið opinbera til þess að styrkja verkefnið.

Frá þessu greinir Helgi Jónsson, sem heldur úti vefnum, í gær. En Glatkistan er stærsti gagnagrunnur sem til er á netinu um íslenska tónlist.

„Glatkistan hefur nú verið aðgengileg á veraldarvefnum í rúmlega áratug og hefur hlotið töluverða athygli eftir því sem gagnagrunnur vefsíðunnar (um 6000 greinar) hefur stækkað, síðuna heimsækja nú í hverjum mánuði um 30 þúsund gestir að jafnaði,“ segir Helgi í grein á síðunni. „Þrátt fyrir það hafa auglýsendur ekki sýnt síðunni áhuga og styrki frá hinu opinbera má telja á fingrum annarrar handar, fáeinir einstaklingar hafa þó styrkt framtakið með frjálsum framlögum.“

Lokakaflinn hafi verið tilraun til þess að fá Landsbókasafnið og ráðuneyti menningarmála í samstarf en það gekk ekki eftir. Segir hann því lítið annað í stöðunni en að „loka sjoppunni“ sem sé sorglegt í ljósi þess að Glatskistan sé stærsti gagnagrunnurinn um íslenska tónlist.

Segist Helgi vonast til þess að einhver framlög komi inn fyrir hýsingu til þess að Glatkistan verði aðgengileg í einhvern tíma en líklega verði nýju efni ekki bætt við nema eitthvað mjög óvænt gerist.

„Það stoðar lítið að gráta þótt efnið (og það sem liggur eftir hálf- og óunnið) hverfi nú „í glatkistuna“ en ég vil þess í stað þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt lið við efnisöflun, ábendingar, leiðréttingar, myndefni og annað, og þeim lesendum sem hafa heimsótt vefinn og nýtt sér hann til fróðleiks, í námi eða til skemmtunar. Ég fer sáttur frá borði og get eytt frítíma mínum í önnur hugðarefni,“ segir Helgi að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“