fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Eyjólfi heitt í hamsi yfir ákvörðun Arctic Fish – „Algjört hneyksli“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. júní 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arctic Fish tilkynnti á dögunum að flytja eigi fóðurstöð fyrirtækisins á Ísafjörð, en til þessa hefur fóðurstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa 9 manns. Fóðurstöðin verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði en öllu starfsfólki er boðið að halda starfi sínu og verður boðið upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk.

Þessi ákvörðun hefur vakið mikla reiði en bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, segir þetta mikið áfall fyrir íbúa Þingeyrar og muni þessi ákvörðun hafa mikil áhrif á samfélagið. Formaður hverfisráðs Ísafjarðarbæjar á Þingeyri segir að þetta muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir byggðina, en íbúafundur er fyrirhugaður á morgun.

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra er vægast sagt ósáttur og segir í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar að hann muni beita sér fyrir því að Arctic Fish dragi ákvörðunina til baka.

„Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði, ekki gleyma því. Og þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil mjög vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega.“

Eyjólfi var nokkuð heitt í hamsi, eða svo mátti ráða af talandanum, og sagði ákvörðunina skerða lífsgæði íbúa, þar á meðal fjölskyldufólks sem hafi komið sér upp húsnæði á Þingeyri og séu þar með börn í leikskóla.

„Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar, íbúum Þingeyrar og þeim sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu, það var ekki auðveld barátta á sínum tíma, og að nú skuli fyrirtækið voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa, það finnst mér bara algjört hneyksli.“

Eyjólfur segir að það þurfi að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi, einkum þegar um er að ræða brothættar byggðir sem Þingeyri hefur verið skilgreind sem. Þetta sé ekki forsvaranlegt og skorar hann á fyrirtækið að taka ákvörðun sína til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“