fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Vendingar í máli Palace – Útlitið betra eftir tvennt sem gerðist í vikunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. júní 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA mun í næstu viku tilkynna um það hvort Crystal Palace hafi þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eður ei. Sky Sports segir frá.

Palace vann sér inn þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð með því að vinna enska bikarinn, sinn fyrsta stóra titil, í vor. Eins og staðan er núna má liðið hins vegar ekki taka þátt þar vegna eignarhalds John Textor.

Hann á 43 prósent í Palace en á einnig hlut í franska félaginu Lyon, sem vann sér inn þátttökurétt í Evrópudeildinni einnig. Ekki er heimilað að eiga meira en eitt félag í sömu keppni. Verði Palace dæmt úr Evrópudeildinni gengur heldur ekki að liðið verði fært niður í Sambandsdeildina. Er það vegna þess að David Blitzer, sem einnig á hlut í félaginu, er meirihlutaeigandi í danska stórliðinu Bröndby, sem tekur þátt í keppninni.

Í vikunni var hins vegar greint frá því að Textor væri búinn að samþykkja að selja allan sinn hlut til Bandaríkjamannsins Woody Johnson, sem er eigandi ameríska fótboltaliðsins New York Jets, í þeirri von að Palace fái að taka þátt í Evrópudeildinni.

Fleira markvert hefur þá átt sér stað síðan en Lyon var fellt niður í frönsku B-deildina vegna fjárhagsvandræða. Það þýðir að liðið missir þátttökurétt í Evrópudeildinni. Útlitið er því sagt gott fyrir Palace, en niðurstaða mun liggja fyrir í næsta mánuði.

Meira
Klúðrið á bak við tjöldin hjá Palace: Óvissa ríkir en hugsanleg lausn í sjónmáli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Í gær

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins