fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Vegagerðin vill hjartalaga umferðarljósin hennar Margrétar burt – „Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. júní 2025 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Akureyri eru rauðu umferðarljósin hjartalaga og hafa þau lengi vakið hrifningu ökumanna og annarra vegfarenda. Hjartalaga ljósin voru fyrst sett upp árið 2008 í tengslum við hátíðina Ein með öllu. Voru ljósin hugarfóstur Margrétar Blöndal sem þá var framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Margrét er raunar landsfræg fyrrverandi fjölmiðlakona en starfar núna hjá sveitarfélaginu Árborg. Í frétt á hjartalif.is frá árinu 2008 segir:

„Ökumenn á Akureyri ráku upp stór augu í morgun þegar rauð hjörtu blöstu við þeim í umferðarljósum bæjarins. Uppátækið er liður í undirbúningi fyrir hátíðina Ein með öllu… og allt undir, sem fram fer á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Margrét Blöndal framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir að hugmyndin að þessu hafi komið til hennar í gegnum ættmenni sem búsett séu í Brussel. Hún segir að það sé ekki nóg að segjast ætla að vera elskulegur, maður þurfi að haga sér þannig líka og þessu uppátæki sé ætlað að gefa tóninn fyrir Verslunarmannahelgina.“

RÚV greindi frá því í kvöld að Vegagerðin hafi óskað eftir því við Akureyrarbæ að hjartalaga umferðarljós í bænum verði tekin niður. Segir í erindi Vegagerðarinnar að kvartanir hafi borist vegna ljósanna og þau standist ekki kröfur um umferðarmerki og umferðaröryggi.

Er einnig bent á að ljósin séu vinsælt myndefni meðal ferðamanna og við þær aðstæður geti skapast hættur. Auk þess séu ljósin líklegri til þess að draga athygli ökumanna frá akstrinum, sem sé sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum.

Margrét undrandi

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja,“ voru fyrstu viðbrögð Margrétar er DV bar málið undir hana. „Þegar við settum þau upp var tilgangurinn sá að skapa skemmtilega stemningu og biðja fólk um að haga sér fallega um Verslunarmannahelgina og ganga vel um. Það má alveg segja að þau hafi strax slegið í gegn og því ákvað Akureyrarbær að hafa þau áfram. Mér þykir afar vænt um þau og að mínu mati ættum við frekar fjölga rauðum hjörtum í umferðaljósum en fækka þeim, svona í ljósi frétta af ástandi heimsins.“

Margrét gefur í skyn að Vegagerðin taki of djúpt í árinni í áhyggjum sínum af því að ljósin stofni umferðaröryggi í hættu:

„Þetta eru ótrúlega dramatískar lýsingar á þessari ógn sem á stafa af hjörtunum,“ segir hún.

„Auk þess legg ég til að ekkert megi vera gaman“

Málið hefur vakið fjörugar umræður á samfélagsmiðlum í kvöld og flestir sem taka til máls eru sama sinnis og Margrét. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson athafnamaður skrifar til dæmis á Facebook:

„Skrifræði og óþol gagnvart skapandi nýjungum er algert hérna…

Hjörtun hafa markað Akureyri sérstöðu og hlotið verðskuldaða athygli, ekki síst vegna boðskaparins um að við skyldum hugsa hlýlega hvort til annars og vera góð við náungann. Tímalaus áminning.

Mér finnst brýnna að fjarlægja ökumenn úr umferðinni sem ekki geta stoppað nema ljósið sé hringlaga. Þeir eiga ekki erindi í ástríka umferðarmenningu Akureyringa.“

Freyr Rögnvaldsson, fjölmiðlamaður og upplýsingafulltrúi, skrifar:

„Auk þess legg ég til að ekkert megi vera gaman. Eins og segir aftan á Svals og Vals bókunum: Nú byrjar gamanið, en það verður hættulegt!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi