fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Landsréttur sneri við dómi í meiðyrðamáli Aðalsteins gegn þekktum Moggabloggara

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. júní 2025 13:30

Páll Vilhjálmsson og Aðalsteinn Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við dómi gegn Moggabloggaranum Páli Vilhjálmssyni í máli sem blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson höfðaði.

Þann 24. apríl 2024 féll dómur í héraði í málinu en þar voru átta ummæli Páls, sem hann viðhafði á bloggsíðu sinni á Morgunblaðinu, dæmd dauð og ómerk. Snerust þau öll um fullyrðingar Páls að Aðalsteinn hefði haft aðkomu, beina og óbeina, að byrlun  Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans en það mál, sem tengist svonefndri „skæruliðadeild“ Samherja hefur verið ítrekað í fréttum hin síðari ár og varla farið framhjá nokkrum manni.

Héraðsdómari úrskurðaði að ummælin hefðu farið yfir strikið og var Páli gert að fjarlægja þau, ella greiða dagsektir, sem og að birta færslu um niðurstöðu dómsins. Þá var Páli gert að greiða Aðalsteini  400 þúsund krónur í bætur með dráttarvöxtum, auk 1,4 milljóna króna í málskostnað.

Hér má lesa ummælin sem dómari í héraði taldi fara yfir strikið

Eins og áður sagði komumst þrír Landsréttardómarar að annarri niðurstöðu. Segir í dómorði að þótt ummæli Páls í garð Aðalsteins hefðu vissulega verið beinskeytt og óvægin þá yrði að líta til þess að Aðalsteinn hefði haft stöðu sakbornings í áðurnefndu símamáli og hafi sætt, þegar ummælin féllu, opinberri rannsókn vegna málsins.

„Þá hefði Páll verið þátttakandi í almennri umræðu um atvik sem hafði samfélagslega þýðingu sem erindi ætti við almenning og hefði af þeim sökum notið rúms tjáningarfrelsis á meðan Aðalsteinn mætti sem blaðamaður og opinber persóna gera ráð fyrir að þurfa að þola hvassa og óvægina gagnrýni í kjölfar eigin skrifa,“ eins og segir í niðurstöðu Landsréttir.

Páll hafi mátt verið í góðri trú um að nægjanlegt tilefni hefði verið til umælanna og að þau hefðu, þegar litið væri til umræðunnar sem málið vakti, „ekki gengið svo langt að nauðsyn bæti til þess í lýðræðilsegur samfélagi, þar sem tjáningarfrelsi er í hávegum haft, að ómerkja þau.“

Skrif Páls sem um væri deilt hefðu því rúmast innan rétt hans til tjáningafrelsis samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi