fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Synjað um greiðsluþátttöku vegna sjúkdóms sem leggst á getnaðarliminn: Grét af kvölum – „Hreinlega efni í Kveik á RÚV“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. júní 2025 14:29

Sjúkratryggingar Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um að synja umsókn íslensks karlmanns um greiðsluþátttöku vegna læknismeðferðar erlendis við Peyronie’s sjúkdómi. Sjúkdómurinn leggst meðal annars á getnaðarliminn, takmarkar blóðfæði og getur valdið miklum kvölum sem og reðurskekkju í sumum tilvikum. Maðurinn lýsti því fyrir nefndinni að sjúkdómurinn hefði valdið honum miklum sársauka auk þess að hafa haft alvarleg áhrif á andlega og líkamlega líðan hans. Þrátt fyrir að meðferðin sem hann óskaði eftir sé ekki lengur í boði á Íslandi, taldi nefndin að hann hefði ekki sýnt nægilega fram á að allar meðferðir innanlands væru fullreyndar.

Meðferð sem áður var í boði – en ekki lengur

Kærandi hafði áður gengist undir sprautumeðferð við sjúkdómnum hér á landi með lyfinu Xiapex, sem hafði dregið úr verkjum hans. Sú meðferð var veitt af einum þvagfæraskurðilækni á Íslandi  en henni lauk eftir samskiptavanda kom upp milli þeirra tveggja og kærandinn gerst sekur um trúnaðarbrot gagnvart lækninum. Það mál er sagt vera til meðferðar hjá embætti Landlæknis.

Síðar kom í ljós að lyfið Xiapex hefði verið tekið af markaði og væri ekki lengur fáanlegt. Kærandi sagði að enginn annar læknir hér á landi hefði tekið að sér meðferð hans og því væri engin sambærileg þjónusta lengur veitt innanlands.

Í umsókn til SÍ óskaði hann eftir greiðsluþátttöku vegna sambærilegrar sprautumeðferðar erlendis með öðru lyfi (Verapamil), sem notað er við sömu einkennum. SÍ synjaði beiðninni á grundvelli þess að stofnunin taldi meðferð vera í boði hérlendis, þar á meðal skurðaðgerð við reðurskekkju og mögulegar verkjameðferðir.

Sögðu meðferð hérlendis ekki fullreynda

Úrskurðarnefndin, sem í þessu máli var meðal annars skipuð lækni, lagði sjálfstætt mat á málið og komst að þeirri niðurstöðu að kærandi hefði ekki sýnt fram á að hann hefði kannað alla meðferðarkosti sem eru í boði innanlands. Þrátt fyrir að hann hafi upplifað mikla vanlíðan og átt í erfiðleikum með að fá aðstoð hjá Landspítalanum og öðrum læknum, taldi nefndin að mögulega stæðu honum enn einhverjir kostir til boða, til að mynda verkjameðferð eða aðgerðir.

Af þeim sökum taldi nefndin ekki uppfyllt skilyrði laga um „brýna nauðsyn“ á meðferð erlendis vegna skorts á meðferð hérlendis. Umsókn hans hafði þó áður verið samþykkt á grundvelli ákvæðis í lögum  sem kveður á um að einstaklingur sem sækir sér meðferð innan EES-lands geti fengið hana endurgreidda að hluta – en aðeins að því marki sem sambærileg meðferð væri greidd af SÍ innanlands. Slík endurgreiðsla nær þó ekki yfir kostnað vegna lyfja sem ekki eru skráð á Íslandi.

„Málið er efni í Kveik“

Í málflutningi sínum lýsti kærandi miklum sársauka og kvíða vegna ástandsins. Hann greindi frá því að hafa ítrekað grátið úr kvölum í viðtölum við lögmann sinn, og að sjúkdómurinn hefði ekki aðeins líkamlegar afleiðingar, heldur einnig andlegar, þar sem hann gengi nærri sjálfsvirðingu og kynvitund hans. Hann sagði það grafalvarlegt að ekkert lyf hefði verið flutt inn í stað Xiapex, þrátt fyrir að fjöldi karla glími við sjúkdóminn hér á landi og benti á að sjálfsmorðstíðni þeirra sem glími við hann sé há.

Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að læknir hans hafi staðfest að enginn annar læknir á Landspítalanum hafi viljað taka við meðferð hans eftir að trúnaðarbrestur kom upp við fyrri lækni. Kærandi sagði að enginn vilji virtist til staðar innan kerfisins til að finna lausn fyrir þá sem þjáist og lýsti kerfinu sem skeytingarlausu. Lögmaður hans lýsti málinu sem „ótrúlegu“ og „hreinlega efni í Kveik á RÚV“.

Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var hins vegar sú að telja ósannað að ekki væri hægt að veita manninum nauðsynlega aðstoð hérlendsi og staðfesti því ákvörðu SÍ um að synja honum um greiðsluþátttöku.

Hér má lesa úrskurð nefndarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi