fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan sektar fyrir óheimila notkun á skyggðum filmum í bifreiðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. júní 2025 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur nú hart á þeim sem hafa án heimildar sett upp skyggðar filmur í bifreiðar sínar en þrír voru sektaðir í dag fyrir slíka notkun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Kona var handtekin í hverfi 108 grunuð um ölvunarakstur en látin laus að lokinni sýnatöku á lögreglustöð. Hundur beit barn í Hlíðunum og hlaut barnið smávæglega áverka en lögreglu tókst hvorki að hafa uppi á hundinum né eiganda hans.

Fleiri fengu sektir fyrir umferðarlagabrot, einn fyrir óheimila notkun farsíða, annar fyrir að aka án skráningarmerkis. Tveir fengu sekt fyrir hraðakstur, annar þeirra fyrir að aka á 86 km/klst þar sem hámarkshraði var 50 km/klst og hinn fyrir að aka hópferðarbifreið í Breiðholti á 61 km/klst þar sem hámarkshraði er 30 km/klst.

Tilkynnt var um ungmenni með hníf á leiksvæði í Hafnarfirði, en ekki voru gefnar frekari upplýsingar um málið.

Maður var kærður fyrir þjófnað í verslun í Kópavogi og tilkynnt var um innbrot og þjófnað í heimahús í Árbæ.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“