fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Telur að svarið í máli Jóns Þrastar sé að finna á Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. júní 2025 09:56

Jón Þröstur Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alan Brady, yfirmaður hjá írsku lögreglunni og einn þeirra sem rannsakað hefur hvarf Jóns Þrastar Jónssonar, segist telja að svarið í máli Jóns Þrastar sé að finna á Íslandi.

Fimm írskir lögreglumenn eru staddir hér á landi vegna rannsóknarinnar og munu írska og íslenska lögreglan alls taka skýrslur af 45 einstaklingum.

Sjá einnig: Var Jón Þröstur myrtur af launmorðingja sem fór mannavillt?

Jón Þröstur, fjögurra barna faðir, hvarf þann 9. febrúar 2019 eftir að hann sást yfirgefa Bonnington-hótelið í norðurhluta Dublin. Hann sást á öryggismyndavélum skammt frá hótelinu en síðan þá er ekkert vitað um ferðir hans.

Brady segir í samtali við RTE News, sem The Irish Sun vitnar til, að markmið lögreglu sé að ræða við einstaklinga sem kunna að vita eitthvað um afdrif Jóns Þrastar.

„Við teljum að hvað sem gerðist fyrir Jón hafi það gerst í Dublin, en svörin við því hvað gerðist kunna að leynast hér á Íslandi,” segir Brady og bætti við að aðstandendur Jóns hafi gengið í gegnum harm og þjáningar síðastliðið sex og hálft ár.

„Við erum hér til að reyna að finna svör fyrir þau. Engin fjölskylda ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa þurft að þola,” segir hann.

Umfjöllun The Irish Sun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast