fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Útlendingar fengu tæpa 13 milljarða í fjárstyrki: „Þetta eru svakalega háar fjárhæðir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. júní 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru svakalega háar fjárhæðir,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Morgunblaðið greinir frá því á forsíðu sinni að endurgreiðslur úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar til erlendra ríkisborgara sem hér dvelja hafi numið tæpum 13 milljörðum króna á tímabilinu 2019 til 2024. Bent er á það í umfjöllun blaðsins að líkur séu á að upphæðin sé hærri þar sem uppgjöri síðasta árs er ekki lokið að fullu.

Það var Diljá Mist sem óskaði eftir svörum varðandi þetta frá Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og barst svarið fyrir skemmstu.

Bent er á það í Morgunblaðinu að stór hluti hafi farið til Úkraínumanna sem hér dvelja en Diljá segir hátt hlutfall styrkþega af öðrum þjóðernum vekja athygli. Greiðslurnar voru hæstar árið 2023, eða tæpir 4,7 milljarðar króna.

Diljá spurði Ingu einnig hvort hún hygðist nýjar reglur um aðstoð samkvæmt ákvæðum laga. Í svarinu segir að hún hafi í hyggju að endurskoða endurgreiðslu ríkissjóðs til sveitarfélaga en gert sé ráð fyrir því að sú vinna fari fram í samráði við sveitarfélögin.

Í samtali við Morgunblaðið segir Diljá að Inga hafi svarað þessu dauflega og minnir á að Flokkur fólksins hafi keyrt á því í aðdraganda kosninga að kostnaður við málaflokk útlendinga væri of hár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast