fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Mun skrifa undir á Anfield

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. júní 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milos Kerkez er við það að ganga í raðir Liverpool frá Bournemouth.

Kerkez kemur fyrir 40 milljónir punda og mun Ungverjinn að öllum líkindum taka stöðu Andy Robertson, sem verulega er farið að hægjast á og gæti hann farið í sumar. Þá mun Kerkez skrifa undir langtímasamning á Anfield, en hann gengst undir læknisskoðun á næstunni.

Liverpool er einnig að tryggja sér þjónustu Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen, en hann verður dýrasti leikmaður í sögu félagins. Þá er Jeremie Frimpong einnig mættur frá þýska félaginu.

Bournemouth hefur þegar selt miðvörðinn Dean Huijsen til Real Madrid fyrir 50 milljónir punda. Þá er annar miðvörður, Ilya Zabarny, nú sterklega orðaður við Real Madrid. Félagið fær því vel í kassann fyrir alla þessa menn og er búið að tryggja sér Adrien Tuffert frá Rennes til að leysa af Kerkez.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur