fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Rúmri einni milljón fátækari eftir að hafa slegið 74 ára mann með flötum lófa

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júní 2025 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna í miskabætur eftir líkamsárás laugardaginn 27. mars 2023.

Í ákæru kemur fram að hann hafi, innandyra í óþekktu húsi í Reykjavík, veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli á vanga og mar á hálsi.

Fórnarlamb árásarinnar, sem mun hafa verið 74 ára á þessum tíma, fór fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómari taldi þó 400 þúsund krónur vera hæfilega upphæð.

Ákærði játaði sök í málinu en hann á nokkurn sakaferil að baki. Þannig var hann dæmdur til að sæta fangelsi í 10 mánuði árið 2018 fyrir að skalla lögreglumann í andlitið.

Fyrir utan þetta var hann dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað, 450 þúsund krónur í málsvarnarlaun verjanda síns og rúmar 45 þúsund krónur í annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi