fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Sigrún Ósk komin með nýtt starf – „Spennt fyrir að leggja mín lóð á vogarskálarnar“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. júní 2025 11:09

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Ósk Kristjáns­dótt­ir, fyrrum blaðamaður og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 (nú Sýn), hefur verið ráðin í nýtt starf upp­lýs­inga­full­trúa Akra­nes­kaupstaðar. 

Starfið felur í sér að leiða upplýsingamiðlun og samskipti sveitarfélagsins við almenning og fjölmiðla. Alls barst 31 umsókn um starfið, eins og segir á vef bæjarins.

„Ég er afar þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir því mikilvæga verkefni að móta nýtt starf upplýsingafulltrúa hjá Akraneskaupstað og er full tilhlökkunar að hefja störf. Mér hefur alla tíð þótt mjög vænt um þetta góða bæjarfélag og er spennt fyrir að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigrún Ósk.

DV greindi frá því í byrjun janúar að Sigrún Ósk hefði sagt upp störfum hjá Stöð 2 eftir 16 ára starf þar. Sagði hún ákvörðunina erfiða, en skilja við vinnustaðinn með miklum söknuði og full þakklætis.

Sjá einnig: Sigrún kveður Stöð 2 eftir sextán ár – „Þessi ákvörðun var erfið“

Sigrún Ósk mun hefja störf í byrjun ágúst og mun meðal annars bera ábyrgð á samfélagsmiðlum Akraneskaupstaðar, útgáfu fréttatilkynninga, upplýsingagjöf um verkefni og stefnumál sveitarfélagsins, sem og tengslum við fjölmiðla.

Sigrún Ósk er með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur víðtæka og farsæla reynslu úr fjölmiðlum, þar sem hún hefur starfað sem blaðamaður, ritstjóri og við dagskrárgerð ýmissa sjónvarps- og útvarpsþátta. Auk þess hefur hún gegnt starfi markaðs- og atvinnufulltrúa hjá Akraneskaupstað og verið varamaður í bæjarstjórn.

Upplýsingafulltrúi gegnir lykilhlutverki í að tryggja skýra, faglega og gagnsæja upplýsingagjöf til íbúa, fjölmiðla og annarra hagsmunaaðila. Með ráðningu Sigrúnar Óskar styrkir Akraneskaupstaður enn frekar upplýsingamiðlun sína og eykur aðgengi að upplýsingum um starfsemi og stefnumál sveitarfélagsins.

„Með starfi upplýsingafulltrúa er ætlun okkar að bæta upplýsingamiðlun til íbúa Akraness og viðskiptavina Akraneskaupstaðar. Það er mikill fengur fyrir sveitarfélagið að fá Sigrúnu Ósk til starfa. Hún býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði miðlunar og þekkir jafnframt samfélagið og málefni Akraness afar vel,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum