fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Frönsk kona grunuð um að stinga dóttur og eiginmann til bana – Farið fram á gæsluvarðhald síðdegis

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. júní 2025 17:08

Rannsókn mun fara fram næstu daga.MYND: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir franskri konu sem er grunuð um að hafa stungið eiginmann sinn og dóttur til bana á Edition hótelinu.

Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að mynd sé komin á rannsóknina en hún sé á frumstigi. Mikil vettvangsrannsókn sem þurfi að fara fram. Hún muni taka einhverja daga.

„Hin slasaða nýtur réttarstöðu sakbornings og það verður farið fram á gæsluvarðhald núna seinnipartinn,“ segir Ævar Pálmi.

Hann segir að tilkynningin um atvikið hafi komið frá hótelinu. Hvort fleiri séu í hópnum sé eitthvað sem verið sé að rannsaka. Þá eigi einnig eftir að hafa samband við aðstandendur.

„Það eru áverkar á þeim öllum, þar á meðal stunguáverkar. En það mun þurfa frekari réttarmeinafræðilega rannsókn,“ segir hann.

Sjá einnig:

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært

Ævar Pálmi staðfestir að um sé að ræða franska ferðamenn. Hann vill ekki staðfesta fjölskyldubönd að svo stöddu.

Heimildir herma að móðir á sextugsaldri hafi stungið eiginmann sinn, og dóttur á fertugsaldri.

Ekki er vitað hvenær atvikið átti sér stað. Það er hvort að það hafi skeð í morgun eða fyrr. Það er verkefni rannsóknarinnar að komast að því.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu