fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Sat í sæti 11A og var sá eini sem komst lífs af – Bróðir hans í sæti 11 J hvarf í eldhafið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viswash Kumar Ramesh var sá eini sem lifði af hið skelfilega flugslys Air India-flugfélagsins í gærmorgun. Vélin brotlenti skömmu eftir flugtak en hún var á leið frá borginni Ahmedabad í Indlandi til Gatwick-flugvallar í London þegar hún brotlenti.

241 af þeim 242 sem voru um borð í vélinni létust, auk nokkurra á jörðu niðri, en gríðarlegt eldhaf braust út eftir slysið, enda vélin stútfull af eldsneyti.

Ekki löngu eftir að fregnir af slysinu spurðust út birtist myndband af Viswash eftir slysið en það þykir ganga kraftaverki næst að hann hafi lifað slysið af og sloppið án alvarlegra meiðsla.

Mail Online segir í dag frá því að Viswash hafi setið í sæti 11A, í gluggasæti alveg við inngang vélarinnar. Viswash er breskur ríkisborgari og var hann á Indlandi í viðskiptaerindum ásamt yngri bróður sínum, Ajaykumar Ramesh, sem einnig var um borð í vélinni.

Ajakumar sat í sæti 11 J, sömu sætaröð en við gluggann hinum meginn, og er hann sagður hafa horfið í eldhafið þegar vélin brotlenti.

Í umfjöllun Mail Online segir að aðstandendur bræðranna hafi komið saman á heimili fjölskyldunnar í Leicester á Englandi í gær. „Það er kraftaverk að annar þeirra hafi lifað af,“ segir Nayankumar Ramesh.

„Maður sér það á myndum af honum sem teknar voru á sjúkrahúsinu af indversku pressunni að hann er slasaður. Við ætlum að fljúga til hans á morgun,“ sagði Nayankumar í gærkvöldi.

Indversk yfirvöld staðfestu í morgun að alls hefðu átta látist á jörðu niðri þegar vélin brotlendi. Fjórir þeirra voru læknanemar sem bjuggu í einni þeirra bygginga sem eyðilögðust þegar vélin brotlenti á þeim. Leit að svarta kassanum svokallaða stendur yfir en hann mun geta varpað frekara ljósi á hvað olli slysinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“