fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Úrskurður Hæstaréttar liggur fyrir – Najeb gerðist sekur um nauðgun gegn 14 ára stúlku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. júní 2025 15:30

Najeb Mohammad Alhaj Husin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Najeb Mohammad Alhaj Husin sem hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. Najeb, sem var starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi, hafði ítrekað samræði við 14 ára stúlku sem var nemandi við skólann. Brotin stóðu yfir í um tvo mánuði og kom fram á öllum dómstigum  að stúlkan glímdi við mikla vanlíðan eftir brotin.

ajeb var einnig sakfelldur fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum en þar var um að ræða kynferðislega ljósmynd af brotaþolanum.

Fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra árið var Najeb sakfelldur fyrir kynferðisbrot sem fólst í samræði við barn undir 15 ára aldri. Brotin voru ýmist framin í húsnæði grunnskólans, í bíl sakborningsins eða á heimili hans.  Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum, kynferðislegar ljósmyndir af stúlkunni. Hins vegar var hann sýknaður af ákæru um nauðgun og var niðurstaðan þriggja og hálfs árs fangelsisdómur.

Landsréttur taldi hins vegar að Najeb hefði með athæfi sínu gerst sekur um nauðgun og var hann því einnig sakfelldur fyrir þann ákærulið. Það þýddi að dómurinn var þyngdur upp í fimm ára fangelsi.

Najeb fékk leyfi til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar, í ljósi þess að það væri fordæmisgefandi. Niðurstaðan varð í stuttu máli sú að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Landsréttar.

Auk fimm ára fangelsisvistar þarf Najeb að greiða 1.696.218 krónur í áfrýjunarkostnað en áður hafði hann verið dæmdur til að greiða stúlkunni 3,5 milljónir króna í miskabætur.

Najeb kom hingað til lands sem hælisleitandi frá Sýrlandi. Hann flutti í bæjarfélagið þar sem hann framdi brotin árið 2009. Hann er giftur konu sem einnig er hælisleitandi. Þess má geta að Najeb var rúmlega þrítugur þegar brotin voru framin en brotaþoli var 14 ára.

Hér geta lesendur kynnt sér ítarlegan dóm Hæstaréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Í gær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur