fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Costco tapaði tug milljóna króna máli gegn Olíudreifingu – Umhverfisslys í Hafnarfirði

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 11. júní 2025 11:00

Olíulyktin kom upp úr niðurföllum og sturtubotnum í Hafnarfirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olíudreifing hefur verið sýknuð af tug milljóna króna kröfum Costco vegna umhverfisslyss þegar hundruð þúsunda lítra dísilolíu flæddu beint í fráveitukerfi Hafnarfjarðar. Costco fékk háa sekt út af málinu.

Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Var Olíudreifing sýknuð af öllum kröfum og Costco gert að greiða fyrirtækinu tæpar 3 milljónir króna í málskostnað.

DV greindi frá stefnunni í janúar síðastliðnum. Það er að Costco hefði stefnt Olíudreifingu og krafist þess að greiddar yrðu 20 milljónir króna sem jafngilti sektinni sem Costco var gert að greiða sem og 50 milljónir aukalega vegna tapaðra tekna, lögfræðikostnaðar og fleira.

Hræðileg lykt

Málið hófst í desember árið 2022 þegar íbúar í Hafnarfirði, einkum í vestur og norðurhluta bæjarins, fóru skyndilega að finna mjög slæma lykt. Lyktin fannst til að mynda koma upp úr niðurföllum og sturtubotnum á heimilum.

Eftir kvartanir til bæjarins og rannsókn heilbrigðiseftirlits kom í ljós að olía væri að streyma frá holræsakerfi Garðabæjar, sem var tengt inn á Hafnarfjörð. Í janúar árið 2023 var greint frá því að olían læki frá bensínstöð Costco í Kauptúni og ástæðan var bilun í hreinsibúnaði.

Sjá einnig:

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna

Alls höfðu lekið 110 þúsund lítrar í gegnum kerfið og út í sjó og blossaði upp mikil reiði vegna málsins, meðal annars í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Costco kenndi Olíudreifingu um málið og sögðu að starfsmaður þeirra hefði tengt fram hjá kerfinu. Olíudrefing sagði hins vegar að Costco bæri ábyrgðina og hefði mátt vera ljóst strax í nóvember árið 2022 að eitthvað væri að þegar það hafi fundist þykkt lag af dísilolíu í olíuskilju.

Enginn samningur um eftirlit

Í dómi Héraðsdóms segir að ekkert fast samningssamband hafi verið á milli Costco og Olíudreifingar um hver sæi um hefðbundið eftirlit með bensínstöðinni. Beri Costco því ábyrgð á því sjálft. Þá sé bensínstöð Costco hönnuð nokkuð öðruvísi en aðrar bensínstöðvar á landinu, það er hvað varðar afrennsli.

„Hvað varðar þá mat á sök og orsakatengslum í málinu, þá telur dómurinn að öllu fyrirliggjandi virtu, að líta verði hér til þess að ekkert í málinu bendir til þess að stefndi hafi haft sérstaka skyldu til þess að annast almennt um eftirlit og viðhald á bensínstöð stefnanda, umfram þau tilteknu verkefni er stefnda var falið að sinna hverju sinni, en ljóst er að enginn þjónustusamningur í þá veru var til staðar fyrir bensínstöð stefnanda,“ segir í dóminum.

Einnig að Costco hefði mátt vita að neminn hefði verið tekinn úr sambandið strax 31. ágúst árið 2022.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“