fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Umdeild kynlífsformúla útskýrir af hverju konur nenna ekki kynlífi á kvöldin – „Þetta mun gera marga karla brjálaða“

Fókus
Miðvikudaginn 11. júní 2025 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska móðirin Maddie Muhs hefur verið að vekja mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að hún opinberaði „skothelda kynlífsformúlu“ sem segir til um hvort móðir verði til í tuskið í lok dags.

Kynlífsformúlan virðist skipta fólki í fylkingar, konur virðast elska útreikning Maddie, en sumir karlar eru pirraðir.

Formúlan er svohljóðandi:

(Lengd svefns + fjöldi máltíða sem voru borðaðar sitjandi) x stuðningur maka ÷ fjöldi pirrandi athugasemda sem hann lét falla – hversu oft börnin snertu mig = Kynhvöt mömmu.

Og svarið? „Ekki séns í helvíti,“ sagði hún eftir að hafa tekið fyrir dæmi sem innihélt átta tíma svefn, þrjár máltíðir, hjálpsaman eiginmann og um það bil þúsund snertingar frá börnunum.

Maddie segir að eiginmaður hennar hafi ekkert út á jöfnuna að setja en að hann hafi varað hana við að formúlan myndi „gera marga karla brjálaða“.

„Sem gerðist,“ segir Maddie í samtali við Today.com.

Fólk kom með nokkrar hugmyndir til að bæta við jöfnuna, til dæmis hversu miklum tíma karlinn eyðir á klósettinu.

@maddiemu hope this helps 🤭😌 #millenialmom #momhumor #honestmom #relatablemomlife ♬ original sound – maddie ✨

Pirraðir menn

Eins og fyrr segir fór þetta í taugarnar á mörgum karlmönnum sem létu í ljós óánægju sína.

„Ekki gifta þig og eignast börn ef þú neitar að mæta þörfum eiginmannsins. Þetta er skilgreiningin á gildru. Engin ást í þessu sambandi,“ skrifaði einn.

Einn karlmaður sagði að „konur nota þetta sem afsökun til að forðast kynlíf en vilja samt ekki að mennirnir leiti annað.“

Stilltu vekjaraklukku

Maddie sagði að karlmenn og konur eru ólík, sérstaklega varðandi kynhvöt. Hún sagði að karlmenn geta stöðugt hugsað um kynlíf en hormónabreytingar, þreyta og klístraðir krakkar hafa áhrif á mömmuna.

Þetta er þó ekki formúla sem er viðurkennd af sérfræðingum en mörgum þykir hún áhugaverð.

Það sem sérfræðingar hafa hins vegar talað um þegar kemur að því að auka kynhvöt og nánd í sambandi er að tala opinskátt við maka um þarfir beggja og að tímasetja kynlífið.

Par ræddi við The Post og sagði að það hafi verið algjör töfralausn fyrir þau, en þannig hafa þau haldið sambandinu lifandi í 31 ár, með því að skrá kynlíf á dagatalið nokkrum sinnum í viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni