fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ríkisstjóri Kaliforníu var nálægt því að bresta í grát þegar hann ræddi stöðu mála í Los Angeles

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. júní 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, var nálægt því að bresta í grát þegar hann ræddi stöðu mála vegna óeirðanna í Los Angeles og víðar.

Aðgerðir Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) hafa kveikt fyrrnefnd mótmæli og brást Donald Trump Bandaríkjaforseti við með því að senda liðsmenn þjóðvarðliðsins til borgarinnar. Þá hefur borgarstjórinn Karen Bass tilkynnt að útgöngubann verði í gildi frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan sex á morgnana til að lægja mótmælaöldurnar.

Los Angeles í gær. Mynd/Getty

„Sjáið, þetta snýst ekki bara um mótmælin hér í Los Angeles.  þegar Donald Trump sótti um heimild til að taka yfir stjórn þjóðvarðliðsins náði sú beiðni yfir hvert einasta ríki þessa lands,“ sagði Newsom í ávarpi og var honum augljóslega mikið niðri fyrir.

„Þetta snýst um okkur öll. Þetta snýst um þig. Kalifornía kann að vera fyrst, en það mun augljóslega ekki enda hér. Næstu ríki eru á dagskrá. Lýðræðið er næst. Lýðræðinu er ógnað beint fyrir augum okkar, augnablikið sem við höfum óttast er komið.“

Mótmælin í Los Angeles hófust vegna aðgerða innflytjendastofnunarinnar í borginni en hún hefur gert rassíur í borginni og handtekið ólöglega innflytjendur. Í frétt MSNBC kemur einnig fram að aðgerðasveitir ICE verði næst sendar til fjögurra borga þar sem Demókratar fara með völd: New York, Seattle, Chicago, Philadelphia og norðurhluta Virginíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast