fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

„Mér finnst gaman að vera til í dag en hefur ekkert alltaf þótt það gaman“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. júní 2025 08:18

Haraldur Ingi Þorleifsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Þorleifsson athafnamaður segist hafa lent í alls konar dramatík þegar hann var yngri, byrgt það inni og gleymt. Í dag nýtur hann lífsins eftir nokkra sjálfsvinnu, en er ekki að rifja upp erfiðustu stundirnar.

„Ég hugsa mikið um sjálfan mig en man ekkert hvað gerðist. Mér finnst gaman að vera til í dag en hefur ekkert alltaf þótt það gaman,“ segir Haraldur í viðtali í Morgunkaffinu á Rás 2.

Hann segir að lífið hafi tekið miklum breytingum þegar hann hætti að drekka og það sé í raun sér til happs að muna ekki allt sem hefur gerst. „Ég lenti í alls konar dramatík þegar ég var ungur og ég ýti öllu niður og man ekki neitt. Það er mjög þægilegt. Það hjálpar mér að fókusa á daginn í dag.“

Erfiðasti dagurinn í lífi hans var þegar móðir hans lést í bílslysi, áfallahjálp var lítil fyrir barnið.

„Mér fannst erfitt að vera til daginn sem mamma dó í bílslysi. Það var erfiðasti dagur í lífi mínu. Ég var ellefu ára og þau ár voru mjög erfið. Þá held ég að ég hafi lært að gleyma. Það var einn prestur sem talaði við mig í korter, ég held það hafi verið áfallahjálpin. En það var rosalega fínn prestur.“

Haraldur hefur vakið athygli síðustu ár fyrir framtak sitt að rampa upp Reykjavík, sem breyttist í að hann rampaði upp Ísland. Framtakið var hugmynd sem kviknaði þegar Haraldur fylgdist með frétt í sjónvarpinu sem var afar keimlík fréttum sem hann hafði áður séð. 

„Ég hef verið í hjólastól í tuttugu ár og á hverju ári kom frétt um manneskju í hjólastól sem fór með fréttamanni niður í bæ og allt var ómögulegt. Svo kom ný frétt á næsta ári, og á næsta ári,“ segir Haraldur.

„Ég sagði bara – Ég á smá pening, við ákváðum að byrja þetta verkefni og það gekk svona vel. Ætluðum að byggja þúsund en fórum næstum í 2000 og erum á leið núna til útlanda með verkefnið.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“