fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Kallaðir Tommi og Jenni á vinnustaðnum í mörg ár: Mikil ást þrátt fyrir þrálát rifrildi – ,,Farðu út í búð og keyptu meira“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 5. júní 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Obi Mikel, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur sagt ansi skemmtilega sögu af fyrrum liðsfélaga sínum Salomon Kalou.

Kalou og Obi Mikel voru saman hjá Chelsea í dágóðan tíma og voru góðir vinir en þeir hafa báðir lagt skóna á hilluna í dag.

Obi Mikel var að verða gráhærður yfir hegðun Kalou á sínum tíma þar sem Fílbeinsstrendingurinn var mikið í því að stela snyrtidóti þess nígeríska bæði fyrir og eftir æfingar.

,,Auðvitað Salomon Kalou, hvað get ég sagt um þennan gaur.. Við vorum kallaðir Tommi og Jenni hjá félaginu. Hann er náungi sem gat gert mig brjálaðan en ég elska hann og dýrka,“ sagði Obi Mikel.

,,Það er ekki hægt að tala illa um Salomon Kalou, hann gerði mig kannski klikkaðan en ég elskaði hann á sama tíma.“

,,Hann keypti aldrei sitt eigið snyrtidót og var alltaf rótandi í mínum búningsskáp, hann tók kremin mín og sjampóin! Það er í lagi að nota þetta en skilaðu því sem þú tókst! Hann skildi þetta bara eftir í sínum skáp.“

,,Þegar ég kem svo til hans og spurði hvar hlutirnir mínir væru þá sagði hann mér einfaldlega að fara út í búð og kaupa meira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning