fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Þinghald lokað í máli Yms – Banaði móður sinni með 22 stungum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. júní 2025 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli Yms Arts Runólfssonar hefst í dag kl. 9.15 í Héraðsdómi Reykjavíkur og stendur til kl. 16. Aðalmeðferð fer fram fyrir luktum dyrum. Dóm skipa tveir dómarar og einn geðlæknir.

Í ákæru er Ymur sagður hafa banað móður sinni með því að stinga hana að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi í brjóstsvæði, handleggi og hendur. Hnífstungurnar gengu meðal annars inn í hægra lunga, sem leiddi til dauða hennar.

Sjá einnig: Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni

Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir Héraðssaksóknara, sagði við DV í liðinni viku að ekki lægi fyrir hvað hann krefjist þungrar refsingar yfir Ymi.

Geðmat var framkvæmt á Ym í málinu og niðurstaða yfirmatsmanna var að hann hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu en refsing yfir honum myndi ekki bera árangur. Tveir geðlæknar frmakvæmdu matið. 

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skulu þinghöld háð í heyranda hljóði en dómari getur þó ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola, að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, telji hann það nauðsynlegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“