fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Mæla með reynslulausn meðlims Manson fjölskyldunnar – Skrifaði með blóði á vegginn

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 9. júní 2025 21:30

Krenwinkel var rúmlega tvítug þegar hún tók þátt í morðunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patricia Krenwinkel, meðlimur Manson fjölskyldunnar og dæmdur morðingi, gæti fengið frelsið á næstunni. Krenwinkel fékk dauðadóm árið 1971.

„Þessi ákvörðun gerir ekki lítið úr eða fyrirgefur þá glæpsamlegu hegðun sem þú sýndir og missinum sem fjölskyldurnar hafa mátt þola,“ sagði Gilbert Infante, yfirmaður reynslulausnarnefndar Kaliforníufylkis í tilefni því að mælt hefur verið með því að Krenwinkel fái reynslulausn og beindi orðum sínum til hennar. „Þegar þessi glæpir voru framdir báru þeir mark þess að þú varst ung. Þegar við lítum til þeirrar vinnu sem þú hefur unnið sést hver árangurinn er.“

Málið er ekki að fullu afgreitt af hálfu nefndarinnar. Þá þarf Gavin Newsom, ríkisstjóri, einnig að samþykkja reynsluslausnina. Hann getur tekið sér allt að 150 daga til þess.

Krenwinkel er í dag 77 ára gömul. Hún var tvítug að aldri þegar hún ásamt fleiri meðlimum hinnar svokölluðu Manson fjölskyldu myrtu leikkonuna Sharon Tate og fimm aðra í ágúst árið 1969 í Los Angeles á hrottalegan hátt.

Málið vakti mikla athygli og neikvæða í garð hippamenningarinnar. Var jafn vel talið að Manson morðin væru talin endapunktur hippatímans.

Krenwinkel var dæmd til dauða 29. mars árið 1971 en ári seinna var dómurinn mildaður í lífstíðarfangelsi eftir að dauðadómar voru afnumdir með dómsúrskurði í Kaliforníu. Dauðadómur Charles Manson og fleiri voru einnig mildaðir. Manson dó í fangelsi árið 2017.

Krenwinkel játaði að hafa stungið konu að nafni Abigail Folger 28 sinnum. Hún játaði einnig að hafa aðstoðað við morðin á hjónunum Leno og Rosemary LaBianca. Með blóði þeirra skrifaði Krenwinkel á vegg: „Death to Pigs“ (þýð: Megi svínin drepast) sem beint var gegn lögreglunni.

Krenwinkel hefur nú setið í fangelsi í 56 ár og er sá kvenfangi sem hefur setið lengst í fangelsi í Kaliforníu. Hún hefur 16 sinnum óskað eftir reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“