fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

María Rut um mótmælin í gær – „Í handbók popúlistans er þetta atriði númer eitt“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. júní 2025 13:30

María Rut tjáir sig um mótmælin í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir mótmæli hægri öfgafólks í gær birtingarmynd ástands sem hingað til hafi verið í lokuðum Facebook-grúbbum. Sumir stjórnmálaflokkar hafi hellt olíu á eldinn með sinni orðræðu.

„Ég viðurkenni að maður er kannski orðinn allt of dofinn gagnvart andúðaráróðri öfgaafla á Íslandi. Orðinn meðal annars vanur höggunum sem beinast gegn tilverurétti fólks,“ segir María Rut í færslu á samfélagsmiðlum. „Þar sem öfl sem amast út í fjölbreytileika, útlendinga og hinseginleika hafa verið hávær síðustu ár.“

„Bjarga Íslandi“

Vísar hún til mótmæla sem haldin voru á Austurvelli í gær. Segir hún þetta vera birtingarmynd fyrir ástand sem hafi hingað til verið í lokuðum Facebook grúbbum en sé núna komið upp á yfirborðið.

„Það er auðvitað lýðræðislegur réttur allra til að mótmæla og tjá sínar skoðanir. En við hljótum að staldra við og spyrja okkur hvers vegna við séum stödd á þessum stað á þessum tímapunkti?“ spyr hún.

Segir hún að umræðan í gær hafi snúist um „stjórnlaus landamæri“, múslima og „hatur þeirra á íslenskri menningu“, vísað hafi verið í „Íslandssöguna“ og „sjálfstæðisbaráttu Íslendinga,“ „forfeður okkar,“ „glóbalista,“ og „gildin okkar.“ Vegið hafi verið snyrtilega að fjölmiðlum og stofnunum landsins, helstu grunnstoðunum. Þemað hafi verið að „ná Íslandi til baka,“, „bjarga Íslandi.“

Sjá einnig:

Brynjar hafnar því að bera nasistatölu á bakinu – „Kærasta min fekk þessa treyju i afmælisgjöf“

„En bjarga Íslandi frá hverju? Ná Íslandi til baka frá hverjum? Þetta er vissulega hluti af ákveðinni stemningu sem sumir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa beinlínis stundað að hella olíu á eldinn á með sinni orðræðu. Við og þið. Hræðsluáróðri og upplýsingaóreiðu,“ segir María Rut. „Í handbók popúlistans er þetta atriði númer eitt. Finna einhverja leið til að sundra fólki. Búa til ótta og óöryggi.“

Örmagnandi

Fyrir vikið hafi pendúllinn sveiflast og normin breyst. Samhljómurinn hafi aukist og frjálslyndar raddir þagnað, uppgefnar á að halda upp vörnum og mótvægi við umræðunni. Tölfræði og staðreyndir virðist engu skipta.

„Ég viðurkenni alveg að ég hef fundið fyrir því sjálf. Að klára tankinn. Hafandi öskrað mig hása gegn kynbundnu ofbeldi um áraraðir og svo í forsvari fyrir Hinseginleikann. Að taka slaginn aftur og aftur getur verið örmagnandi,“ segir hún. „En við sem trúum á opið og frjálst samfélag – samfélag þar sem er pláss fyrir okkur öll – verðum að halda áfram og setja bensín á tankinn og tala fyrir frjálslyndi og uppræta fordóma. Því þögnin mun aðeins magna upp hatrið. Þannig virkar opið, lýðræðislegt samfélag.“

Læra af sögunni

Segir hún að það verði að lækka þann þrýsting sem sé að myndast á milli hópa. Finna leiðir til að tala saman á grunni staðreynda án úthrópana.

„Við verðum að komast upp úr þessum skotgröfum og inn í veruleikann eins og hann er,“ segir hún og hvetur fólk til að læra af sögunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“