fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Brynjar hafnar því að bera nasistatölu á bakinu – „Kærasta min fekk þessa treyju i afmælisgjöf“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. júní 2025 11:30

Brynjar flutti ræðu í gær sem hefur verið harkalega gagnrýnd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Barkarson hafnar því að hafa verið að vísa í Adolf Hitler þegar hann klæddist fótboltatreyju með númerinu 18 á bakinu þegar hann hélt ræðu á Austurvelli í gær. Ýmsir hafa nefnt að talan sé notuð af hægri öfgamönnum, svo sem nýnasistasamtökunum Combat 18.

Nýnasistar hafa notað töluna 18 vegna vísunar í Adolf Hitler. Það er að A er fyrsti stafurinn í stafrófinu og H sá áttundi (í því enska það er að segja). Brá því mörgum í brún þegar Brynjar steig á stokk á fundi þeirra sem vilja hefta komum hælisleitenda til Íslands í gær, með töluna á bakinu. En þar talaði hann meðal annars um að margir múslimar vildu þröngva kúgunarhugmyndum upp á okkur.

Þægilegur bolur

Einn af þeim sem hefur hæðst að Brynjari er fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason. Það er fyrir Manchester United knattspyrnutreyjuna sem Brynjar klæddist.

„Það er sérlega fyndið að flytja ræðu gegn glóbalisma í Manchester United treyju. Eiginlega ekkert í heiminum er jafn glóbalíserað og einmitt enski fótboltinn,“ segir Egill í færslu á samfélagsmiðlum.

Á þeim þræði hefur einmitt tenginin við töluna 18 verið nefnd. En Brynjar mætir í þráðinn og sver af sér lotningu við Hitler.

Sjá einnig:

Rýnt í ræðu Brynjars sem hjólaði enn á ný í múslima – Samsæriskenningar, Tyrkjaránið, vistarbandið, sjóræningjar og íslensk menning

„Kærasta min fekk þessa treyju i afmælisgjöf en hun a afmæli 18 og hefur alla tið spilað fotbolta með þvi numeri, hef ekki seð þessa hitler numera tengingu aður a ævi minni mer finnst þetta bara þæginlegur og flottur bolur,“ segir Brynjar í athugasemd.

Íslenskukunnátta Brynjars gagnrýnd

Einnig hefur verið gagnrýnt að maður sem tali um mikilvægi íslenskrar þjóðmenningar skuli ekki tala betri íslensku en raun ber vitni og að lög eins og „Bad Bitch í Reykjavík“ séu kannski ekki endilega þjóðmenningunni til framdráttar. Brynjar svarar hins vegar fyrir tungutak sitt í þræðinum.

„tungumalid er i stodugri þroun og það er eitt að þroa moðurmalið og annað að skipta þvi út. Tjáningarfrelsi, aðskilnaður rikis og kirkju, einkvæni og ekki giftast börnum(algengt), gæti haldið lengi afram en þetta eru dæmi um stoðfætur i okkar menningu sem verður með þessu áframhaldi skipt út fyrir aðrar hugmyndir eftir nokkrar kynslóðir,“ segir hann. „ég elska islensku en tungumálið er lifandi og i stöðugri þróun og það er hluti af minni list að beygja málið og reglurnar til að miðla hugmyndum minum a þann hátt sem mer þykir flottur eða áhrifamikill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Í gær

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“
Fréttir
Í gær

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Í gær

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Í gær

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“