fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Slóvenar vilja rannsókn á Eurovision og hóta að hætta í keppninni – Gruna Ísraela um svindl

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 30. maí 2025 13:30

Þátttaka Ísrael er mjög umdeild.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slóvenar vilja rannsókn á símakosningunni í Eurovision og gruna Ísraela um að hafa beitt þar bellibrögðum. Þeir segjast einnig íhuga að hætta í Eurovision.

Slóvenar bætast í hóp með Íslandi, Noregi, Spáni, Írlandi og Finnlandi sem vilja láta rannsaka símakosningu Eurovision. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni Television Slovenia og bréfi sem sent var til skipuleggjandans EBU.

„Sem framkvæmdastjóri Television Slovenia ítreka ég áhyggjur okkar af þátttöku Ísraels í viðburðum á vegum EBU, sérstaklega Eurovision,“ segir í bréfi Ksenja Horvat, framkvæmdastjóra. „Því miður hafa viðbrögðin sem við höfum fengið ekki gefið okkur neinar áreiðanlegar skýringar né hafa þau komið til móts við hið aðkallandi mál sem við erum að bera upp. Í dag hefur mannúðarkrísan á Gaza og hernumdum svæðum í Palestínu versnað og áhyggjur fólks í Slóveníu og um gervalla Evrópu hafa aukist til muna.“

Segir hún að margir áhorfendur keppninnar í Slóveníu hafi efasemdir um trúverðugleika símakosningarinnar og að traust til EBU sé þverrandi. Meðal annars þurfi að rannsaka hvernig atkvæði í símakosningu féllu samanborið við netkosningu.

„Ef EBU tekur ekki ákveðin skref til að koma til móts við áhyggjur okkar þá munum við endurskoða þátttöku okkar í Eurovision,“ segir í bréfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ