fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Binni Löve sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir líkamsárás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. maí 2025 17:54

Mynd/Instagram @binnilove

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö sakamál gegn Brynjólfi Löve Mogensen, öðru nafni Binna Löve, áhrifavaldi og fjölmiðlamanni, voru sameinuð í eitt. Í öðru málinu var hann sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað Karlottu H. Margrétardóttur en í hinu var hann sakfelldur fyrir að hafa kýlt ónefnda konu og dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásina.

Þetta herma heimildir Vísis sem meðal annars greinir frá Facebook-færslu Karlottu þar sem hún tjáir sig um fjögurra ára martröð og lýsir yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð lögreglu við rannsókn máls hennar, en atvikið sem ákært var fyrir átti sér stað árið 2021.

„Í fjögur ár hef ég þurft að bera þennan djöful með mér á hverjum degi, ef ég skyldi einhvern tímann þurfa að sitja í dómsal og segja mína sögu og fara yfir hvert einasta atriði aftur og aftur og aftur,“ segir Karlotta í færslu sinni.

Hún segist hafa kært Binna til lögreglu til að bjarga öðrum konum frá honum. Hún bendir á að hann hafi verið sýknaður vegna þess að ekki voru teknar skýrslur af vitnum fyrr en 13 mánuðum eftir kæruna og í einu tilviki eftir tvö ár. Taldi dómari að það væri allt of seint. Segir einnig í dómnum að skýrslurnar séu allar rýrar og standa hefði þurft betur að skýrslutökum. Karlotta segir ennfremur:

„Ekki nóg með að mér finnist réttarkerfið hafi brugðist með því að láta mig bíða í fjögur ár eftir þessari niðustöðu þá finnst mér lögreglan líka hafa brugðist og mér er virkilega misboðið vegna þessa alvarlegu og afdrifaríku mistaka hjá þeim. Ég er ekki sátt með niðurstöðu Héraðsdóms og vinnubrögð lögreglu í þessu máli eru til skammar.“

Sagði að sér bærust reglulega nektarmyndir frá konum

Brynjólfur, eða Binni Löve, hefur oft verið í fréttum gegnum árin vegna starfa sinna fyrir fjölmiðla, ástarlíf sitt og framgöngu á samfélagsmiðlum. Í frétt sem DV birti árið 2021, sama ár og meint brot hans gegn Karlottu átti að hafa verið framið, kom fram að Binni segðist reglulega fá óumbeðnar nektarmyndir frá konum. Á þessum tíma var hann vinsæll áhrifavaldur með tæplega 19 þúsund fylgjendur á Instagram.

Sjá nánar: Binna Löve byrjuðu að berast nektarmyndir eftir frétt um hann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“