fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Vilja stækka friðlandið í Gróttu mikið – Mun ná að golfklúbbi Seltjarnarness

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. maí 2025 16:30

Fuglalífið í Gróttu er fjölbreytt og mikilvægt. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttúruverndarstofnun hefur lagt til að friðlandið við Gróttu verði stækkað og friðlýsingin endurskoðuð í samræmi við reglur um náttúruvernd. Meginmarkmiðið er að vernda fuglasvæðið.

Stofnunin leggur fram tillöguna en hún var unnin af samstarfshópi þar sem einnig átu sæti fulltrúar frá Seltjarnarnesbæ, Minjastofnunar og sérfræðingur í málefnum fugla.

„Meginmarkmið með friðlýsingunni er meðal annars að stuðla að vernd líffræðilegrar fjölbreytni, samanber 2. gr. laga nr. 60/2013, með því að vernda alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði á Seltjarnarnesi, vistgerðir þess og búsvæði fugla. Vernda skal lífríki í fjöru og á grunnsævi, einkum og sér í lagi með tilliti til fugla, sem og hafsbotninn,“ segir í tilkynningu með tillögunni og frestur gefinn til 7. júlí til að gera athugasemdir.

Eins og sjá má á korti er um umtalsverða stækkun friðlandsins að ræða, einkum í suðurátt. Það er að svæðið nái að ströndinni við Seltjörn og við svæði golfklúbbs Seltjarnarness.

Samkvæmt tillögunni verður öll umferð í eyjuna óheimili á tímabilinu 1. maí til 31. júlí en í dag er umferð óviðkomandi fólks bönnuð 1. maí til 15. júlí. Þá verður umferð vatnatækja, svo sem sjókatta, sjódreka og seglbretta óheimil á sama tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“