fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. maí 2025 20:00

Konan lofaði að hugsað yrði um fötlun fólksins í ferðinni en stóð ekki við neitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi blaðakona var handtekin í Grikklandi þegar upp komst um fjársvik hennar í ferðaþjónustu. Konan sveik meðal annars fé út úr hópi af fötluðum einstaklingum sem vildu ferðast til Íslands.

Konan var handtekin á hóteli í miðborg Aþenu, höfuðborgar Grikklands, þar sem hún hafði verið í felum eftir að upp komst um fjársvik hennar. Samkvæmt gríska miðlinum Protohema var ætlun hennar að flýja úr landi.

Hún hafði starfað sem blaðakona en titlaði sig nú sem almannatengil og fararstjóra hjá ferðaþjónustufyrirtæki. Samkvæmt grísku lögreglunni var hún gómuð eftir að upp komst um svik tengt úrslitakeppninni í körfuboltakeppninni Euroleague, sem fram fóru í Abú Dhabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um liðna helgi.

23 milljónir króna

Alls er konan grunuð um að hafa svindlað á 50 einstaklingum undanfarið ár. Það er að hún hafi svikið alls 160 þúsund evrur, eða rúmar 23 milljónir króna, út úr fólkinu. Þar á meðal er hópur af fötluðum einstaklingum sem konan þóttist vera að selja ferð til Íslands.

Konan sagðist geta boðið fólki ferðir á afsláttarkjörum. Það er að hún gæti fengið lækkað verð á flugferðum og hótelgistingum en í raun og veru voru þær aldrei pantaðar.

Strandaglópar

Fimm fatlaðir einstaklingar greiddu konunni fyrir fram fyrir ferð til Íslands þar sem hún lofaði að hugað yrði sérstaklega að þörfum þeirra. En fórnarlömbin sem um ræðir er fólk sem er í hjólastólum. Borguðu þau fyrir flugmiða, hótel og bílaleigubíl sem aldrei var pantað. Það eina sem þau fengu voru flugmiðarnir til Íslands þar sem þau urðu strandaglópar.

„Hún sveik fé út úr mér og hópnum mínum sem fórum í ferð til Íslands, hún lofaði stuðningi fyrir fatlaða,“ segir eitt fórnarlambið. „Það var enginn stuðningur og við vorum í miklum vanda. Við vorum ekki með neitt hótel, enga miða til baka og engan samgöngumáta jafn vel þó að við hefðum greitt allt fyrir fram.“

Konan plataði einnig hópa sem ætluðu að fara til eyjarinnar Lemnos í Grikklandi og til Maldiví eyja á Indlandshafi.

Freistandi boð

Að sögn Protohema notaði konan þá aðferð að vinna sér inn traust viðskiptavina sinna. Það er fyrst skipulagði hún ódýrari ferðir þar sem allt gekk eftir. Þegar sömu viðskiptavinir pöntuðu dýrari ferðir þá stakk hún fénu í vasann og lét sig hverfa.

„Þetta var mjög freistandi,“ sagði eitt fórnarlambið um ferðirnar sem hún bauð upp á.

Meðal annars bauð hún upp á 11 daga ferð til Íslands, með flugi, bílaleigubíl og gistingu, á 1.600 evrur á mann. Það er 231 þúsund krónur. En verð hjá öðrum ferðaskrifstofum er í kringum 3.500 evrur fyrir sambærilega ferð, það er 506 þúsund krónur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“