fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Helga Magnúsi boðinn flutningur í starfi – Embætti sem ekki hefur verið skipað frá 2010

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. maí 2025 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara flutning í starfi.

Morgunblaðið greinir frá þessu á forsíðu sinni í dag en starfið sem um ræðir er endurvakið embætti vararíkislögreglustjóra.

Eins og greint hefur verið frá hefur Helgi Magnús verið verkefnalaus síðustu mánuði eftir að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari ákvað að afþakka vinnuframlag hans.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að ekki hafi verið skipað í embætti vararíkislögreglustjóra frá árinu 2010 og ekki sé gert ráð fyrir því í skipuriti embættis ríkislögreglustjóra.

Niðurstaða er þó ekki komin í málið og mun Helgi Magnús getað afþakkað flutninginn.

Fari svo getur hann haldið óskertum launum út skipunartíma sinn en vararíkissaksóknari er skipaður ævilangt samkvæmt gildandi lögum. Bent er á það í frétt Morgunblaðsins að Helgi Magnús sé 61 árs og myndi þá halda launum án vinnuframlags þar til hann verður sjötugur, eða næstu níu árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“