fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Jón Mýrdal hættir afskiptum af Kastrup – „Það náðust ekki samningar við skattinn né leigusala“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. maí 2025 12:45

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn rómaði, Kastrup, við Hverfisgötu, verður að líkindum ekki opnaður í bráð. Jón Mýrdal, eigandi staðarins, segir í tilkynningu á Facebook að leiðir hafi skilið með honum og staðnum:

Kæru vinir það er því miður ljóst að ég kem ekki lengur til með að hafa aðkomu að Kastrup.

Það náðust ekki sammingar við skattinn né leigusala.

Þó seinustu vikur hafi verið erfiðar þá er ég stoltur af því sem var rekið í tjaldi á Klapparstíg fyrir fjórum árum ásamt Stebba Melsted og breyttist svo í frábæran veitingastað á Hverfisgötu.

Mig langar að þakka ykkur öllum og sérstaklega þeim fastakúnnum sem komu oft í viku.

Nú þarf að ganga frá lausum endum og hugsa um framtíðina.

Ég veit hverju ég er góður í sem er stuð og stemming og næstu verkefni verða tengd því. Í framtíðinni mun bókhald og tölvupóstar vera gert af fagmönnum.

Takk fyrir allar kveðjurnar

Ps ég kem ekki til með að svara fleiri spuringum frá blaðamönnum en það er frjálst að notast við þessar upplýsingar

Sjá einnig: Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás

Ekki liggur fyrir hvort Kastrup heyri sögunni til eða hvort aðrir aðilar koma að rekstrinum. Jón Mýrdal kveður ekki upp úr um það í færslu sinni og mun ekki svara frekari spurningum fjölmiðla um málið, að því er hann segir í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“
Fréttir
Í gær

Varað við snjóflóðahættu á suðvesturhorninu

Varað við snjóflóðahættu á suðvesturhorninu