fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. maí 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim er til í að ganga burt frá starfi sínu hjá Manchester United án þess að fá krónu til viðbótar í laun.

Þetta sagði hann eftir tap United gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær. United er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eftir gærdaginn er ljóst að liðið leikur ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Amorim tók við sem stjóri United af Erik ten Hag í haust en hefur ekki tekist að snúa ömurlegu gengi liðsins við.

„Ef fólkinu á bak við tjöldin og stuðningsmönnum finnst ég ekki vera rétti maðurinn mun ég fara án þess að biðja um að fá krónu greidda,“ sagði Amorim eftir leik.

„En ég mun ekki segja upp því ég hef mikla trú á mér í þessu starfi og mun ekki breyta því hvernig ég geri hlutina.“

Í enskum blöðum í dag eru menn eins og Massimiliano Allegri, Kieran McKenna, Jose Mourinho, Oliver Glasner, Mauricio Pochettino og Gareth Southgate nefndir sem hugsanlegir arftakar Amorim ef United losar sig við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi