Mikið viðbragð er í Vesturbær Reykjavíkur. Sést hafa margir slökkviliðsbílar, sjúkrabílar og lögreglubílar, merktir sem og ómerktir við fjölbýlishús á Hjarðarhaga.
Íbúar í hverfinu greindu frá miklum viðbúnaði og sírenuvæli og mikill fjöldi viðbragðsaðila er á staðnum.
Eins og kemur fram hjá Vísi kom eldur upp á jarðhæð og var hann töluvert mikill en hefur nú verið slökktur. Þrír voru fluttir slasaðir af vettvangi. Slökkvilið heyrði af sprengingu í íbúðinni.
Fréttin verður uppfærð.