Arsenal hefur hafið viðræður um Rodrygo, leikmann Real Madrid.
Brasilíski kantmaðurinn hefur verið orðaður frá Real Madrid undanfarna daga, en ekki er víst að hann verði í stóru hlutverki undir stjórn Xabi Alonso á Santiago Bernabeu.
Það er útlit fyrir að Arsenal muni hafna í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar þriðja árið í röð og fór liðið þá í undanúrslit Meistaradeildarinnar í vor. Má búast við því að liðið verði styrkt nokkuð vel í sumar til að taka næsta skref.
Ljóst er að hinn 24 ára gamli Rodrygo gæti reynst frábær fengur fyrir Skytturnar, en hann hefur verið í sex ár hjá Real Madrid.
🚨🆕 BREAKING | Understand Arsenal are now seriously considering a transfer for #Rodrygo!
Talks have begun behind the scenes. The 24-year-old is a potential departure candidate at Real Madrid.
It’s difficult but Arsenal are currently exploring all options for a possible… pic.twitter.com/oLDL1h0xeu
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) May 21, 2025