fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
EyjanFastir pennar

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

Eyjan
Miðvikudaginn 21. maí 2025 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum heimsótti ég Brussel í fyrsta skipti með vinkonum mínum. Þar hitti ég fullt af skemmtilegu fólki sem furðaði sig á því hvers vegna Ísland væri ekki löngu gengið inn í Evrópusambandið. Í þeim samtölum undirstrikuðu sömu einstaklingar að nú væri sannarlega rétti tíminn til að láta vaða og næla sér í góðan stól og setjast við borðið. Ég reyndi að útskýra fyrir þessum einstaklingum að það væri jú fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem þjóðin yrði spurð hvort að hún vilji halda viðræðum við Evrópusambandið áfram og það yrði spennandi að sjá hver niðurstaðan yrði.

Hinn raunverulegi stimpilpúði

Við Íslendingar erum stolt af okkar baráttu fyrir sjálfstæði og frelsi. Í umræðu um mögulega inngöngu Íslands í Evrópusambandið er því oft haldið fram að með inngöngu myndum við missa sjálfstæði okkar og frelsi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tönnlast á því þessa dagana að Alþingi eigi ekki bara að vera stimpilpúði fyrir framkvæmdavaldið. Sem er alveg rétt og enginn að segja neitt annað. En sömu þingmenn flokkanna þriggja, Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast samt sem áður sætta sig við að við séum í orðsins fyllstu merkingu í núverandi ástandi stimpilpúðar gagnvart Evrópusambandinu. Enda vilja þeir ekki sjá það að Ísland gangi í ESB.

Það gleymist stundum í því samhengi að við erum aðilar að innri markaði Evrópu með EES-samningnum. Við tökum nú þegar upp meirihluta gerða sambandsins án þess að hafa neitt um þær að segja. Við sjáum ekki frumdrög, tökum ekki þátt í mótun reglna sem hafa bein áhrif á íslenskt atvinnulíf, neytendur, fjárfestingar, stafræna þróun og umhverfismál meðal annars. Við höfum valið að samþykkja leikreglurnar – en höfum afsalað okkur réttindum til að semja um þær. Er það frelsi? Erum við sjálfstæð þjóð með því að standa frammi á gangi?

Sameiginlegt frelsi

Við búum í samtengdum heimi þar sem ákvarðanir í Brussel, Berlín og París hafa bein áhrif á lífsviðurværi okkar hér. Fyrirtækin okkar, leikreglurnar og tækifærin. Í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hafa Evrópuríki þurft að bregðast hratt við og standa saman. Þar skiptir máli að eiga bandamenn – og að vera einn af þeim sem taka ákvarðanir. Sumir segja að fullgild aðild að Evrópusambandinu myndi skerða sjálfstæði Íslands. En við verðum að endurhugsa þá skilgreiningu. Fullveldið er ekki eitthvað sem við getum misst heldur eitthvað sem við getum beitt. Aðild að bandalagi sem byggir á lýðræði, mannréttindum og samábyrgð þýðir ekki að við séum minni – heldur að við séum fleiri sem stöndum saman. Frelsi einstaklinga og þjóða byggist á því að geta tekið þátt, haft áhrif og valdið breytingum.

Hinn ósýnilegi þátttakandi

Í gegnum EES er Ísland orðið eins konar ósýnilegur þátttakandi. Við borðum bara matinn sem er framreiddur og höfum engin áhrif á matseðilinn.

Þegar Ísland tók þátt í samningaviðræðum við Evrópusambandið fyrir rúmum áratug var umræðan afar skautuð. Sérhagsmunir og tilfinningar réðu för. Það skiptir máli að skapa hér nýjan grundvöll fyrir umræðuna byggða á rökum, reynslu og staðreyndum. Við þurfum að velta fyrir okkur hvernig Ísland getur tryggt sem mest frelsi til áhrifa í heimi sem verður sífellt flóknari.

Ekki spurning um undirgefni – heldur ábyrgð

Við höfum ekkert að óttast við að setjast við borðið og taka þar pláss. Íslendingar hafa kraft, rödd og sérstöðu. Smáríki innan Evrópusambandsins hafa sýnt að þau geta haft áhrif – stundum meira en stórveldi, einfaldlega vegna þess að þau leggja sig fram. Aðild felur ekki í sér uppgjöf, heldur að við tökum þátt í því sem við erum hvort eð er hluti af. Og við gerum það með reisn, með hagsmuni Íslands að leiðarljósi – og með framtíðina í huga. Fyrir komandi kynslóðir og fyrir þau gildi sem við viljum verja.

Ef við ætlum að vera á frelsisslóðum, þá þýðir það líka að við eigum að sækjast eftir því frelsi sem felst í áhrifum. Frelsi til að segja ekki bara „já“ við gerðum annarra, heldur að spyrja spurninga, leggja til breytingar, standa vörð um verðmæti og taka þátt í mótun framtíðar. Ekki frá hliðarlínunni – ekki frammi á gangi– heldur með öruggt sæti við borðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
EyjanFastir pennar
18.04.2025

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
EyjanFastir pennar
17.04.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra