Ástæðan fyrir þessu „smávegis vandamáli“ er að Apple hefur tilkynnt að hluti af iPhone-framleiðslu fyrirtækisins verði fluttur frá Kína til Indlands.
„Við viljum ekki að þið byggið á Indlandi. Indland getur sjálft bjargað sér . . . við viljum að þið byggið hér,“ sagði Trump að sögn The Independent.
Trump hefur margoft sagt að hann vilji fá verksmiðjur og iðnaðarframleiðslu „heim“ til Bandaríkjanna og að tollastefna hans og tollastríð við umheiminn, sé meðal annars leiðin til að ná þessu markmiði.
Þegar Apple tilkynnti um gríðarlegar fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum, sagði Tim Cook að fyrirtækið muni meðal annars byggja nýja og risastóra verksmiðju í Houston í Texas. Í þessari verksmiðju á að sinna verkefnum sem er nú sinnt utan Bandaríkjanna.
„Við horfum björtum augum á framtíð bandarísks hugvits og erum stolt af að byggja áfram á margra ára fjárfestingum okkar í Bandaríkjunum með því að heita að nota 500 milljarða dollara fyrir framtíð landsins okkar,“ sagði hann.
Það var eftir þetta sem Apple tilkynnti um fyrirætlanir um að flytja hluta af framleiðslu iPhone frá Kína til Indlands. Það gerði fyrirtækið eftir að Trump lagði 145% toll á Kína.