fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Pressan

Trump skýrir frá „smávegis vandamáli“ varðandi forstjóra Apple

Pressan
Miðvikudaginn 21. maí 2025 07:30

iPhone eru gríðarlega vinsælir.. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknirisinn Apple hefur lofað að fjárfesta fyrir 500 milljarða dollara í Bandaríkjunum á næstu fjórum árum. En samt sem áður segir Donald Trump að hann standi frammi fyrir „smávegis vandamáli“ varðandi Tim Cook, forstjóra Apple.

Ástæðan fyrir þessu „smávegis vandamáli“ er að Apple hefur tilkynnt að hluti af iPhone-framleiðslu fyrirtækisins verði fluttur frá Kína til Indlands.

„Við viljum ekki að þið byggið á Indlandi. Indland getur sjálft bjargað sér . . . við viljum að þið byggið hér,“ sagði Trump að sögn The Independent.

Trump hefur margoft sagt að hann vilji fá verksmiðjur og iðnaðarframleiðslu „heim“ til Bandaríkjanna og að tollastefna hans og tollastríð við umheiminn, sé meðal annars leiðin til að ná þessu markmiði.

Þegar Apple tilkynnti um gríðarlegar fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum, sagði Tim Cook að fyrirtækið muni meðal annars byggja nýja og risastóra verksmiðju í Houston í Texas.  Í þessari verksmiðju á að sinna verkefnum sem er nú sinnt utan Bandaríkjanna.

„Við horfum björtum augum á framtíð bandarísks hugvits og erum stolt af að byggja áfram á margra ára fjárfestingum okkar í Bandaríkjunum með því að heita að nota 500 milljarða dollara fyrir framtíð landsins okkar,“ sagði hann.

Það var eftir þetta sem Apple tilkynnti um fyrirætlanir um að flytja hluta af framleiðslu iPhone frá Kína til Indlands. Það gerði fyrirtækið eftir að Trump lagði 145% toll á Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill milljónir í bætur vegna hráefnis sem hann vildi alls ekki fá á hamborgarann sinn

Vill milljónir í bætur vegna hráefnis sem hann vildi alls ekki fá á hamborgarann sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögðu hald á 1,2 tonn af kókaíni og 705 kg af metamfetamíni um borð í skipi

Lögðu hald á 1,2 tonn af kókaíni og 705 kg af metamfetamíni um borð í skipi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ert þú syfjuð/aður á daginn? Það gæti verið merki um leynda heilbrigðisógn

Ert þú syfjuð/aður á daginn? Það gæti verið merki um leynda heilbrigðisógn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgjafi Trump með ótrúlega afhjúpun – „Við ráðum yfir tækni sem getur beygt tíma og rúm“

Ráðgjafi Trump með ótrúlega afhjúpun – „Við ráðum yfir tækni sem getur beygt tíma og rúm“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að hugsanlega sé heimsbyggðin búin að glata hjarðónæminu gegn mislingum

Segir að hugsanlega sé heimsbyggðin búin að glata hjarðónæminu gegn mislingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna ættirðu að borða fleiri egg

Þess vegna ættirðu að borða fleiri egg