fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fókus

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“

Fókus
Miðvikudaginn 21. maí 2025 08:30

Kanye West og Bianca Censori. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski arkitektinn Bianca Censori er stödd á Spáni ásamt eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún er hvað þekktust fyrir mjög djarfan klæðnað sem skilur lítið sem ekkert fyrir ímyndunaraflið og hélt sínu striki á Spáni.

Hún klæddist netabol – og engu undir – og pilsi sem var sítt að framan en mjög stutt að aftan. Fólk hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglu og að Bianca verði handtekin fyrir ósiðlæti á almannafæri.

Næstum tvö ár eru liðin síðan hún gerði allt vitlaust á götum Ítalíu, en þá vildi fólk einnig að hún yrði handtekin vegna ósiðlætis.

Skjáskot/Twitter

Myndir af hjónunum, ásamt systur Biöncu, Angelinu, hafa verið í dreifingu um netmiðla og ræddi News.com.au við vitni sem voru á staðnum.

„Fólk var í áfalli. Maður heyrði suma segja: „Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“ á meðan þeir gengu framhjá,“ sagði vitnið.

Fólk hefur gagnrýnt klæðaburð hennar á samfélagsmiðlum og spurt af hverju hún hafi ekki verið handtekin.

„Svo mikil vanvirðing gagnvart þjóðinni og gildum hennar,“ sagði einn netverji.

„Hvernig kemst hún upp með alla þessa nekt? Ef einhver annar – ekki frægur einstaklingur – myndi gera þetta, yrði hann handtekinn,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur missti þriggja ára son sinn í hörmulegu slysi

Áhrifavaldur missti þriggja ára son sinn í hörmulegu slysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Haukur les upp bréfið sem hann sendi á Hildi Lilliendahl og skammast sín fyrir – „Var þetta í alvörunni ég?“

Haukur les upp bréfið sem hann sendi á Hildi Lilliendahl og skammast sín fyrir – „Var þetta í alvörunni ég?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision: VÆB fengu stig frá þessum löndum og löndin sem Ísland gaf stig

Eurovision: VÆB fengu stig frá þessum löndum og löndin sem Ísland gaf stig
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þegar mann langar óstjórnlega mikið í eitthvað, þá getur maður blindast“

„Þegar mann langar óstjórnlega mikið í eitthvað, þá getur maður blindast“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er íslenska Eurovision-dómnefndin í ár

Þetta er íslenska Eurovision-dómnefndin í ár