fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

Hanna Stína selur heillandi miðbæjarperlu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. maí 2025 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Kristín Ólafsdóttir innanhúsarkitekt, eða Hanna Stína, hefur sett íbúð sína í miðbænum, Þingholtsstræti 22a, á sölu.

Íbúðin er 183,9 fm í húsi sem byggt var árið 1927. Húsið er hannað af Einari Erlendssyni, fyrrverandi húsameistara ríkisins og stendur á 207,8 fm eignarlóð.

Íbúðin sem er á tveimur hæðum skiptist í anddyri, snyrtingu, hol, eldhús og þrjár stofur á neðri hæð.

Á efri hæð eru fjögur herbergi og baðherbergi.

Risloft er manngengt og með gluggum og hægt að nýta sem geymslu eða fjölnota rými. Í kjallara er þvottahús í sérrými. Í boði er að kaupa ljós og húsgögn samhliða kaupum, samkvæmt samkomulagi.

Forkaupsréttur er skráður á íbúðina á jarðhæð. Garðurinn er nýttur eingöngu af efri íbúðinni samkvæmt seljanda. Möguleiki er á að koma fyrir bílastæði á lóðinni.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Endurkoma Jessicu Simpson eftir 15 ára hlé gengur brösulega – Áhorfendur tættu hana í sig

Endurkoma Jessicu Simpson eftir 15 ára hlé gengur brösulega – Áhorfendur tættu hana í sig
Fókus
Í gær

Jón Viðar gagnrýnir gagnrýni á gagnrýni Jónasar Sen – „En það er nú bara minn smekkur“

Jón Viðar gagnrýnir gagnrýni á gagnrýni Jónasar Sen – „En það er nú bara minn smekkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru sletturnar sem Íslendingar hata – Að join-a eða dodge-a acturally frústrating debad

Þetta eru sletturnar sem Íslendingar hata – Að join-a eða dodge-a acturally frústrating debad
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision: VÆB fengu stig frá þessum löndum og löndin sem Ísland gaf stig

Eurovision: VÆB fengu stig frá þessum löndum og löndin sem Ísland gaf stig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara