Jóhanna Kristín Ólafsdóttir innanhúsarkitekt, eða Hanna Stína, hefur sett íbúð sína í miðbænum, Þingholtsstræti 22a, á sölu.
Íbúðin er 183,9 fm í húsi sem byggt var árið 1927. Húsið er hannað af Einari Erlendssyni, fyrrverandi húsameistara ríkisins og stendur á 207,8 fm eignarlóð.
Íbúðin sem er á tveimur hæðum skiptist í anddyri, snyrtingu, hol, eldhús og þrjár stofur á neðri hæð.
Á efri hæð eru fjögur herbergi og baðherbergi.
Risloft er manngengt og með gluggum og hægt að nýta sem geymslu eða fjölnota rými. Í kjallara er þvottahús í sérrými. Í boði er að kaupa ljós og húsgögn samhliða kaupum, samkvæmt samkomulagi.
Forkaupsréttur er skráður á íbúðina á jarðhæð. Garðurinn er nýttur eingöngu af efri íbúðinni samkvæmt seljanda. Möguleiki er á að koma fyrir bílastæði á lóðinni.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.