Raunveruleikastjarnan Kris Jenner, ættmóðir Kardashian-Jenner klansins, virðist hafa gert eitthvað til að breyta útliti sínu, það er allavega kenning aðdáenda að hún hafi lagst undir hnífinn því hvernig öðruvísi er hægt að útskýra þessa miklu útlitsbreytingu.
Aðdáendur hafa tekið saman nýleg myndbönd af stjörnunni, sem er að verða sjötug á árinu.
@.kdash the fact these videos aren’t even edited is crazy #krisjenner #beauty #youth #surgery #paparazzi #paris ♬ Ride Or Die, Pt. 2 – Sevdaliza
Einnig hafa nýjar myndir af henni hafa verið að fara eins og eldur í sinu um netheima og bera netverjar myndir frá því í fyrra við hana í dag.
Það er óhætt að segja að það sé talsverður munur en stjarnan hefur hvorki staðfest né neitað sögusagnirnar.
Netverjar á TikTok telja hana hafa gengist undir andlitslyftingu, en enga venjulega andlitslyftingu heldur „djúpa“ þar sem það er ekki aðeins lyft húðinni heldur einnig vöðvunum.
@meyechelgossips #krisjenner #face #transformation #kardashians ♬ original sound – Meyechel Gossips